Leitarvélabestun
Textinn á vefnum skiptir Google öllu máli
Þegar kemur að leitarvélabestun, þá er það textinn á heimasíðunni þinni sem skiptir einna mestu máli fyrir leitarvélar eins og Google. Mikilvægt er að textar á vefnum innihaldi réttu leitarorð og frasa, eins horfir Google á hlutfall leitarorða og hvernig þessi leitarorð eru notuð á vefnum. Allra Átta sérhæfir sig í leitarvélabestun og hefur unnið fyrir fjölmörg fyrirtæki við leitarvélabestun á síðustu árum. Nægir þar að nefna Icetransport, Álafoss, Zo-On, Velmerkt og MyCar en þeir vefir voru leitarvélabestaðir sem skilaði þeim meiri umferð, bókunum og sölu.