Meira um leitarvélabestun
Leitarvélabestun (SEO) er hugtak sem nær yfir það sem gera má til að finnast betur á leitarvélum Netsins
Þó verður að gæta þess að nota aðeins viðurkenndar aðferðir við leitarvélabestun til að leitarvélar grípi ekki til refsinga eða víta komist þær að því að einhver sé að reyna að blekkja þær til að gefa vefsíðu betri einkunn en ástæða er til.
Til að hægt sé að ná árangri í hörðu samkeppnisumhverfi er leitarvélabestun nokkuð flókið ferli sem samanstendur af nokkrum grundvallarþáttum. Dæmigert verkferli skiptist í eftirfarandi verkþætti:
Leitarorðagreining
- Nauðsynlegt er vita hvernig mögulegir viðskiptavinir orða hugsun sína við leita og hvaða spurningar þeir velja til að hægt sé að svara þeim á vefsíðu þinni og ná athygli þeirra með hjálp leitarvélar.
- Vel útfærð leitarorðagreining veitir einnig upplýsingar um notkunartíðni hvers orðs eða frasa og gerir okkur þannig kleift að beita því orðalagi sem er líklegast til árangurs.
Markaðsgreining
- Mikilvægt er að þekkja hina ýmsu notendur eða viðskiptavini sína, hvar þeir eru (í heiminum og á Netinu) og vita hvernig þeir hegða sér á leitarvélum.
- Nauðsynlegt er að gera sér ljóst hvernig „netmenning“ þeirra er og í hverju áhugi þeirra er falinn. Ótrúlega mikill munur er á netnotkun og nethegðun þjóða, jafnvel í nágrannalöndum. Það á ekki síður við um hina ýmsu aldurshópa, eftir kynferði, þjóðfélagsstöðu og svo framvegis.
Samkeppnisgreining
- Ekki síður mikilvægt er að þekkja hverjir samkeppnisaðilarnir eru og af hverju þeir ná árangri, sér í lagi ef þeir standa sig vel í markaðssetningu á Netinu. Þannig má greina veikleika vefsíðna þeirra og bæta þar úr á eigin síðum.
Markmiðasetning (sýnileikamarkmið)
- Út frá leitarorða- og markaðsgreiningu er hægt að setja sýnileikamarkmið sem taka mið af núverandi stöðu vefsins og skilgreina eftir hvaða leitarfrösum og frasaklösum þú vilt finnast. Hver helsti vettvangur okkar eða „kjörlendi“? Í hvaða (net)umhverfi ætlum við að hrærast?
- Þessi markmið kunna að fela í sér áætlanir um efnisskrif (e. content creation) til að geta svarað þeirri eftirspurn sem við viljum uppfylla
Tæknileg úttekt
- Sé stefnt að hámarks árangri er nauðsynlegt að tæknileg framsetning vefs (grafísk) og efnis (texti) hugnist leitarvélum.
Úttekt á innihaldi og texta vefs
- Efni vefs, bæði inntak og útfærsla, þarf að vera hugsað út frá þörfum þeirra sem leita að þjónustu og/eða vörum okkar. Algrím Google leitast mjög við að meta gæði vefsins, hvort hann feli í sér gott og gagnlegt efni sem sé líklegt til að uppfylla þarfir eða þjóna þeim sem leita að upplýsingum um viðkomandi efni.
Tenglauppbygging
- Aðrar vefsíður munu helst aðeins tengja við vef þinn sé þar að finna gott og gagnlegt efni. Þetta er eitt af því sem Google reiðir sig á þegar gæði vefsíðna eru metin. Gera má ýmislegt til að koma sér upp tenglasafni. Mikilvægast er að muna að ekki stoðar að fullyrða við leitarvélarnar að vefurinn þinn sé besta svarið við tilteknum spurningum nema það sé satt
Samfélagsmiðlar
- Sýnileiki á hinum ýmsu samfélagsmiðlum getur haft veruleg áhrif á árangur varðandi sýnileika í leitarvélunum
Oftast ræður samspil allra þessara þátta úrslitum í markaðssetningu fyrir leitarvélar. Í harðri samkeppni er nauðsynlegt að huga að þeim öllum til að ná hámarksárangri.
Við getum aðstoðað þig og markaðsteymi þitt við að fara í gegnum þetta ferli, allt frá greiningu grundvallarþátta, til markmiðasetningar og útfærslu
Markmið okkar er alltaf að skilja eftir þekkingu sem nýtist til framtíðar og auka skilning á eðli Netsins sem markaðsmiðils