Skip to main content
All Posts By

a8

Google Analytics hættir 1. júlí 2023

By Blogg

Breytingar hjá Google!

Þann 1. júlí 2023 mun Google Analytics, einnig nefnt Universal Analytics (UA), hætta að safna gögnum um neytendahegðun.

Þess í stað kemur ný útgáfa – Google Analytics 4 (GA4) – með tilheyrandi breytingum og uppfærslum. En af hverju er verið að skipta um kerfi?

Og það sem meira máli skiptir, hvernig kemur þetta okkur við?

Stutta svarið er að tækniþróun í bland við breytta löggjöf, til að mynda er varðar persónuvernd, hefur gjörbreytt landslagi stafrænnar markaðssetningar. Neytendur þróast áfram og breytt neytendahegðun fylgir með. Fyrirtæki verða að mæta þessari þróun með réttum tæknilausnum.

Fyrir þau ykkar sem eigið eftir að klára yfirfærsluna bendum við á sérfræðinga Allra Átta sem geta aðstoðað ykkur hratt og örugglega.

Af hverju er GA4 betra?

Það eru nokkur atriði sem gera Google Analytics 4 (GA4) að betra kerfi heldur en fyrri útgáfur Google Analytics. Nýja kerfið er í samræmi við persónuvernd og býður upp á greiningaraðferðir sem munu nýtast á komandi árum og jafnvel áratugum (e. future-proof).

  1. Minni sóun í markaðsstarfi
    Með GA4 geturðu nálgast samræmdar mælingar um neytendahegðun á vefsíðum og í gegnum öpp – allt á einum stað. Kerfið býður einnig upp á forspármælingar á hugsanlegum tekjum frá mismunandi viðskiptavinum. Með slíkar upplýsingar til hliðsjónar má sérsníða markaðsstarf að ólíkum hópum neytenda.
  2. Marktækari mælingar
    Ný nálgun GA4 á mælingar eykur skilning fyrirtækja á hegðun neytenda. Notast er við atburðatengda mælingu (e. event-based tracking) í stað þess að einblína á heimsóknir (e. session-based tracking). Þannig má sjá einstaka snertingar notenda á vefsíðu eða appi, til dæmis þegar notandi klárar kaup. Enn fremur leggur GA4 áherslu á virkni notenda (e. engagement) fram yfir heimsóknir eða brotthvarf (e. bounce).
  3. Persónuvernd og GDPR
    GA4 innleiðir tæknilausnir á borð við gervigreind og vélrænt nám (e. machine learning) til að fylla í eyður gagnasöfnunar sem skapast með aukinni persónuvernd. Notendur hafa meiri stjórn á eigin gögnum og gervigreindin gerir fyrirtækjum kleift að lesa í og nýta gögnin í samræmi við persónuverndarlög og GDPR. Þó þarf að passa að uppsetning kerfisins sé rétt en þar koma sérfræðingar okkar til sögunnar.
  4. Betri skýrslur
    Nú má sérsníða skýrslur til að innihalda mismunandi mælikvarða eftir því hvað notendur vilja sjá. Kerfið býður upp á einfaldar sem og ítarlegar skýrslur ásamt nýrri greiningartækni sem hjálpar notendum að lesa í hegðun neytenda og taka ákvarðanir út frá þeim.

Mælt er með því að einstaklingar og fyrirtæki nýti sér Google Analytics 4 ásamt eldri útgáfum Google Analytics eða Universal Analytics á meðan verið er að innleiða nýjar aðferðir.

Gögnin verða áfram sýnileg í Google Analytics en flokkun þeirra verður frábrugðin í GA4. Breytingin felur ekki í sér neinn aukakostnað og þess vegna mælum við með því að notendur ráðist í yfirfærsluna sem fyrst. Enn og aftur er vert að minna á að frá og með 1. júlí 2023 mun Google Analytics hætta að safna gögnum og Google Analytics 4 tekur við.

Ekki hika við að heyra í okkur hjá Allra Átta með hvers konar spurningar og vangaveltur sem kunna að vakna.

8 hugmyndir fyrir vefhönnun árið 2023

By Blogg

Árið 2023 er handan við hornið og nú fer hver að verða síðastur að uppfæra vefsíður í takt við breyttar áherslur notenda

Á komandi árum verður sífellt meiri áhersla lögð á upplifun notenda á vefnum og því mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar mæti þeim þörfum af metnaði og sköpunargleði.

Einfaldleiki og minimalismi í vefhönnun er að koma til baka. Sömuleiðis handteiknuð hönnun og notkun myndbanda og annarra dýnamískra þátta í upplifun á vefnum. Mikil áhersla verður á snjallsíma og öpp en vefsíður eru ekki síður mikilvægur hluti af heildarmyndinni.

Eftirfarandi eru 8 vel valdar hugmyndir og stefnur í vefhönnun fyrir árið 2023

1. Handteiknað og sérsniðið

Hvernig getum við greint okkar vöru eða fyrirtæki frá öðrum? Eitt hönnunarmynstur fyrir 2023 eru sérsniðnar teikningar (e. illustrations) og handteiknuð grafísk hönnun. Slík hönnun getur blásið lífi í vefsíður fyrirtækja og einstaklinga. Á síðustu árum hefur almenn grafísk hönnun og ljósmyndir, jafnvel ókeypis stokkmyndir (e. stock photos), verið vinsælar í vefsíðugerð. Á næsta ári munu þær hins vegar víkja fyrir handteiknuðu og sérsniðnu sem vekur athygli og eykur sérstöðu í hönnun.

Dæmi: https://www.byalicelee.com/

2. Litir

Litur ársins 2023 er A.I. Aqua – blár litur innblásinn af tækni og framtíð – samkvæmt WGSN og Coloro. Kaldir dökkbláir og blágráir litir verða vinsælir fyrir bakgrunna og svæði á vefsíðunni sem veita upplýsingar. Heitir appelsínugulir og rauðir litir, sem og grænir, verða hins vegar vinsælir fyrir hnappa og CTA (e. call to action).

Aðrir litaflokkar sem vert er að skoða eru nátturulega grænir (lime, mosi og aðrar plöntur), pastel bláir, hlýir brúnir og ljósbleikir.

Loks má nefna að litastiglar (e. gradients) verða áfram vinsælir. Með þeim má sameina tvo liti sem renna saman á þægilegan hátt. Sömuleiðis verða svokölluð Duotone áhrif (e. Duotone effect) áfram vinsæl en þau sameina tvo ólíka og oft skæra liti til að draga fram athygli og áhuga notandans.

A.I. Aqua: https://www.lofficiel.at/en/fashion/the-color-of-the-year-2021-a-i-aqua#:~:text=Prada-,A.I.,interior%20design%20and%20technical%20accessories.

3. Heilsíðuhausar

Upp á síðkastið höfum við séð sífellt fleiri vefsíður notast við heilsíðuhausa (e. full-page headers) til að draga fram ákveðin skilaboð. Hvort sem notast er við bakgrunnsgrafík eða jafnvel ljósmynd þá virðist lenskan vera að skipta hausnum í tvennt – vinstri hlutinn geymir mikilvægar upplýsingar og CTA (e. call-to-action), en hægri megin er áberandi mynd eða hönnun sem vekur athygli. Ástæðan fyrir þessu er að notendur verja almennt mestum tíma í efra vinstra horni vefsíða.

Dæmi: https://discord.com/nitro

4. Parallax skroll

Þetta er tiltölulega ný þróun í vefsíðugerð sem gerir notandanum kleift að ferðast um vefsíðuna og uppgötva mismunandi svæði hennar líkt og í fjársjóðsleit. Vefsíður sem nota Parallax skroll leggja oft mikla áherslu á upplifun notandans og skemmtigildi – það er jafnvel eins og vefsíðan sé að reyna að segja manni eitthvað. Þá má flétta inn myndir, hljóð og myndbönd til að gera ferðalagið enn skemmtilegra.

Dæmi: https://the-goonies.webflow.io/

5. Teiknaðir músabendlar

Parallax skroll er dæmi um dýnamíska nálgun á notendaupplifun. Annað dæmi um slíka áherslu eru teiknaðir músabendlar (e. animated cursors). Margt bendir til þess að slíkir bendlar verði vinsælir á næsta ári en með þeim má bæði veita notendum upplýsingar og vekja áhuga. Teiknaðir bendlar breytast oft eftir því hvar notandinn er á síðunni – bendlar geta hvatt notendur til að skoða myndir eða myndbönd, þeir geta líka hreyft við bakgrunni og jafnvel snúið sjónarhorni til að gefa þrívíddaráhrif.

Dæmi: https://paolofornasier.com/

6. Áhersla á hvít svæði

Vefsíður byggðar með áherslu á hvít svæði annars vegar og vel valda liti hins vegar eru líklegar til að ná árangri á komandi árum. Hvít svæði milli auðvelda notandanum að finna mikilvægar upplýsingar. Auk þess eru þau almennt þægilegri fyrir augun.

Dæmi: https://mylesnguyen.com/

7. Ósamhverf hönnun

Á sama hátt og handteiknuð hönnun er að færast í aukana er ósamhverfa í vefhönnun einnig komin til að vera. Vel valið misræmi getur vakið athygli og áhuga notenda. CSS Grid Layout kerfið, stundum kallað “Grid”, gerir vefhönnuðum kleift að byggja ósamhverfu á vefsíðum á auðveldari hátt en áður.

Með því að nota Grid kerfið er auðveldlega hægt að byggja einfalda en frumlega hönnun – eitthvað sem notandinn hefur ekki séð áður.

Dæmi: https://jingqi.work/

8. Scrolling cards

Síðasta hugmyndin fyrir vefhönnun árið 2023 eru svokölluð “scrolling cards” sem gefa notendum kleift að ferðast lárétt eða lóðrétt á vefsíðum og í öppum. Þau eru sérstaklega sniðug fyrir myndir, vörur eða upplýsingar sem þarf að miðla í skrefum.

Dæmi: https://oficina.design/

Hvað er hraðabestun?

By Blogg

Hvað þýðir hugtakið hraðabestun?

Hraðabestun er orð sem við notum yfir það þegar við vinnum í að gera WordPress og WooCommerce vefsíður hraðari. Fyrst þarf að mæla og greina hraðann á vefnum til að átta sig á hvort hann sé „eðlilegur/ásættanlegur“ og þar erum við að tala um að vefir opnist á 2 sek eða hraðar, því hraða því betra.

Af hverju skiptir hraðinn á vefnum máli?

  1. Mun hærra viðskiptahlutfall

    Rannsóknir hafa sýnt fram á að hraði vefsvæðis hefur áhrif á viðskiptahlutfall. Fyrirtæki hafa komist að því að lækkun á hleðslutíma vefsíðu um nokkrar millisekúndur eykur viðskipti: Mobify komst að því að stytting hleðslutíma heimasíðu þeirra um 100 millisekúndur leiddi til 1,11% hækkunar á sölu. Söluaðilinn AutoAnything upplifði 12-13% söluaukningu eftir að hleðslutími blaðsins var minnkaður um helming. Þegar unnið er í WordPress vefsíðugerð, er til mikils að vinna að hafa hraðann eins mikinn og hægt er og sama gildir fyrir Netverslarnir eins og WooCoommerce.

  2. Viðskiptavinir loka hægum vefsíðum strax

    Hopphlutfall eða „Bounce rate“ er hlutfall notenda sem yfirgefa vefsíðu eftir að hafa skoðað aðeins eina síðu. Líklegt er að notendur loki glugganum eða smelli í burtu ef síða er ekki hlaðin innan nokkurra sekúndna. BBC uppgötvaði að þeir misstu 10% af heildarnotendum sínum fyrir hverja sekúndu til viðbótar sem það tók að hlaða síðunum sínum.

  3. Google elskar hraða vefi

    Vegna þess að Google hefur tilhneigingu til að forgangsraða fyrir notendur, hvaða upplýsingar eru góðar og fljótfengnar, er hraði mikilvægur þáttur í stöðu vefins í Google leitinni. Afköst vefsíðu í farsímum er sérstaklega mikilvæg fyrir Google og alment fyrir SEO/Leitarvéabestun.

  4. Betri upplifun fyrir notendur!

    Langur hleðslutími síðu og lélegur viðbragðstími skapar vonda notendaupplifun. Að bíða eftir því að efni birtist á vefsíðu pirrar alment notendur og getur valdið því að þeir yfirgefa vefsíðuna og komi ekkki aftur. Veittu gestum þínum og viðskiptavinum góða þjónustu og upplifun með hraðari vefsíðu og Netverslun!

Allra Átta hefur sérhæft sig í WordPress hraðabestun jafnt fyrir venjulega vefi sem og WooCommerce Netverslun.

Láttu okkur gera vefinn þinn MIKLU HRAÐARI ! – Með nýjustu tækni getum við nú gert vefinn þinn allt að 50% hraðari

> Pantaðu hér fría Hraðagreiningu á þínum vef !

 

Hvernig virkar efnismarkaðssetning?

By Blogg

Efnismarkaðssetning

Leitarvélar eru ekki hrifnar af illa skrifuðum og óspennandi textum

Besta leiðin til að finnast í leitarvélum internetsins er efnismarkaðssetning (Content marketing). Þegar fólk leitar að vörum og þjónustu orkar það ekki að lesa langa texta, leiðingar vöruauglýsingar eða þurrar bloggfærslur. Þess vegna þarf að vera með fyrsta flokks efni sem leitarvélarnar skilja og vilja en leitarvélar eru ekki hrifnar af illa skrifuðum og óspennandi textum. Starfsfólk Allra Átta skilur hvað leitarvélar eins og Google vilja og það sem mikilvægara er, starfsfólk Allra Átta skilur hvað grípur athygli fólks á netinu og það vill lesa.

Sérfræðingar í efnismarkaðssetning

Textahöfundarnir okkar eru sérfræðingar í efnismarkaðssetningu, þeir eru fjölhæfir og geta brugðið sér í hvaða gervi sem er. Hvað sem þig eða þitt fyrirtæki þarfnast, við sjáum um það. Við getum líka tekið vefsíðuna þína algjörlega í gegn ef þess er óskað en vefsíðugerð, leitarvélabestun og WordPress vefhýsing er okkar kjarnastarfsemi. Við fylgjum vörumerkjahandbókum og „tone of voice“ leiðbeiningum fyrirtækja og gerum okkur allra besta til að aðstoða fyrirtæki að finna sinn tón og sína stemmingu.

Bjóðum upp á bloggáskrift

Hluti af efnismarkaðssetningu okkar er að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum að vera í bloggáskrift. Þá skrifum við mismunandi blogg sem eru mjög leitarvélavæn, eftir þinni hentisemi og þínum þörfum. Við getum einnig hjálpað til við birtingu færslna á vefnum, og aðstoðað við að finna viðeigandi ljósmyndir fyrir vefinn og eða útvegum ljósmyndara.

Það krefst vinnu að vera efst á Google

Algorithminn eða reiknisreglurnar sem eru á bakvið hverja leitarvél er stöðugt að taka breytingum. Það eru reikningsreglurnar sem skera út um það hvar þín vefsíða lendir í leitarvélinni. Yfirleitt er það hægara sagt en gert að vera í efst á Google ef það er mikil samkeppni á markaðnum. Því meira af gæðaefni sem tengist aðalleitarorðunum fyrirtækisins á síðunni þinni því betri líkur eru á að reikniritin sjái vefsíðuna þína og telji hana mikilvæga fyrir leitarorð og frasa en þannig birtist vefsvæðið þitt ofar á Google. Því minna sem er af vönduðu efni á síðunni því líklegra er að síðan þín endi neðarlega á Google, vegna þess að þá hafa reiknirit leitarvélanna ekki nægar upplýsingar til að fara eftir og gefa vefnum einkunn.

Mestu máli skiptir að skrifa texta fyrir fólk, ekki leitarvélar

Það er tímafrekt að búa til gæðaefni! Það tekur leitarvélarnar einnig tíma að gera sér grein fyrir því að efnið sé gott og þess vegna getur tekið smá tíma fyrir uppfærðar vefsíður að komast oftar á Google. Mestu máli skiptir að skrifa efni fyrir fólk en ekki leitarvélar. Ef að fólki finnst efnið þitt áhugavert og nytsamlegt þá mun leitarvélunum að öllum líkindum finnast það líka.

Hvað telst sem efni í þessu samhengi?

Efni í samhengi við efnismarkaðssetningu getur verið ýmislegt!

Til dæmis:

  • Blogg, gestablogg og almennir textar á vefsíðu,
  • leiðbeiningar, tölfræðiupplýsingar og skýrslur (jafnvel PDF),
  • upplýsinga- og útskýringarmyndir (e. infographic),
  • myndbönd, hlaðvörp, rafbækur og lifandi streymi,
  • svör við algengum spurningum (FAQ),
  • viðtöl og almennar fréttir af fyrirtækinu eða
  • skoðanakannanir og fréttabréf (email marketing)

Tengd þjónusta

Allra Átta býður upp fjölbreytta þjónustu sem tengist efnismarkaðssetningu

ÞÝÐINGAR:

Við hjá Allra Átta getum þýtt allskonar efni, t.d. markaðsefni og tæknitexta úr öllum helstu tungumálum heimsins. Hjá okkur starfa þýðendur með ólíkan bakgrunn og menntun sem geta þýtt texta og gert þá leitarvélavænni sem og boðið upp á almennar þýðingar.

PRÓFARKALESTUR:

Mikilvægur hluti af góðri efnismarkaðssetningu eru vandaðir textar og við leggjum mikla áherslu á nákvæman prófarkalestur og prófarkalesarinn gætir vel að samræmi textans. Prófarkalesarinn leiðréttir mál- og ritvillur og skerpir á óskýru orðalagi og gerir sitt besta við að betrumbæta stíl textans.

TEXTAGERÐ:

Lyklinn að góðri efnismarkaðssetningu er vel unnin texti og Allra Átta býður upp á þjónustu við textagerð á íslensku sem og öðrum tungumálum. Markmið textasmiða okkar er að skrifa hnitmiðaðan, auðlesin og aðgengilegan texta sem höfðar beint til markhópsins, oft með leitarvélabestun (SEO) í huga ef þess er óskað.

Aukin netverslun & Covid 19

By Blogg

Árið 2019 versluðu 59% Íslendinga gegnum Netið

Samkvæmt Hagstofu Íslands, þá hefur netverslun vaxið ört vaxandi síðstu árin og skyldi engan undra.

Áætlað hefur verið að sex af hverjum tíu, eða um 59% Íslendinga hafi í upphafi 2019 verslað gegnum Netið, á síðustu þremur mánuðum. Einnig var áætlað að átta af hverjum tíu hafi verslað gegnum Netið á síðustu 12 mánuðum.

Netverslunarkerfi og veflausnir verða enn vinsælli í náinni framtíð

Hagstofa Íslands nefndi í greininni að þegar horft væri til annarra landa í Evrópu, væri netverslun vinsælust í Bretlandi og Danmörku. Samkvæmt niðurstöðum, þá höfðu 87% Breta verslað á netinu á síðustu 12 mánuðum en 84% Dana á árinu 2019. Þetta eru nýjustu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Hagstofa Íslands gerði, þegar skoðuð var notkun heimila og einstaklinga á upplýsingatækni, neti og netverslun.

Það má því af þessu sjá að Netverslunarkerfi og lausnir þeim tengdar, verða enn vinsælli á komandi árum og ekkert annað í kortunum en að fólk versli meira og meira gegnum Netið.

Gríptu tækifærið!

Það er því gríðarlega stórt tækifæri, fyrir þau fyrirtæki sem enn eru ekki byrjuð að selja vörur eða þjónustu gegnum Netið, til að græja sig upp og bjóða, líkt og svo margir aðrir, upp á flotta og vandaða Netverslun.

Stafræn markaðssetning og vefsíðugerð síðan 2003

Allra Átta hefur síðan 2003 smíðað og þjónustað, fullkomin Netverslunarkerfi. Fyrst þegar það smíðaði A8Pro Netverslun, en síðari árin höfum við einbeitt okkur að því að smíða vandaðar Netverslanir með WordPress & WooCommerce.

COVID 19 og Netverslun framtíðar

Í dag, þegar COVID 19, er að gera allt vitlaust hér á landi sem og í öðrum löndum, þá virðast einmitt þau fyrirtæki sem hafa góða netverslun, forskot og hefur sala gegnum netið aukist gríðarlega á síðustu vikum. Nú sjáum við fyrirtæki sem voru tilbúin, blómstra og sölur margfaldast gegnum netið á meðan við sjáum hrun í öðrum geirum og fyrirtæki sem ekki bjóða upp á að senda vörur hvert sem er selja einfaldlega ekki eins mikið.

Framtíðin er Netverslun og Allra Átta sérhæfir sig í Netverslun sem virkar!

Hafðu samband við Allra Átta ef þig vantar eitthvað eða allt af eftirtöldu: WordPress Netverslunarkerfi, Vefsíðugerð, Leitarvélabestun ( SEO ), WordPress Vefhýsing, Öruggisuppfærslur fyrir WordPress, 360° Sölubestun eða bara almenna vefráðgjöf.

 

Upplýsingar í þessari grein voru fengnar á vef Hagstofu Íslands: https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/visindi-og-taekni/netverslun-a-islandi-2017-2019 

Góðar ljósmyndir selja meira á netinu

5 Ráð til að leitarvélabesta ljósmyndir!

By Blogg

Rétt stærð ljósmynda bætir þitt ( SEO ) sem og hraðann á vefnum þínum!

Í dag skiptir hraði vefsvæða Google enn meira máli, hraðari vefir skora hærra í leitarvélabestun ( SEO ) sem og í notendaupplifun.

Leitarvélar raða stöðugt hröðum vefsíðum hærra. Þetta á einnig við um myndaleitina á Google. Stórar ljósmyndir auka heildarhleðslutíma síðunnar.

Það tekur lengri tíma að hlaða niður ljósmynd en texta, sem þýðir að síðan hleðst hægar ef það eru nokkrar stórar myndir sem þarf að hlaða niður.

Þú verður að ganga úr skugga um að myndir á síðunni þinni séu „Hraðabestaðar“ fyrir vefinn. Þetta getur verið svolítið erfitt að eiga við, þar sem það eru ekki allir sérfræðingar í grafík og myndvinnslu fyrir netið.

Allra Átta býður upp á fullkomið og sjálfvirkt „myndþjöppunarkerfi“ fyrir WordPress, sem gerir þér kleift að minnka skráarstærð sjálfkrafa meðan þú hleður upp mynd inn á vefinn þinn. ( Panta myndþjöppunarkerfi )

—–

Að bæta við „alt tag“ er ekki það eina sem þú getur gert til fyrir þínar ljósmyndir ( SEO )

Eftirfarandi eru nokkur ráð sem þú ættir að hafa í huga þegar myndum er bætt inn á vefsvæðið þitt:

1. Skrifaðu lýsandi „alt texta“

Margir byrjendur nota bara eitt eða tvö orð sem texta fyrir myndina. Þetta gerir myndina of almenna og erfiðara fyrir Google að meta gæðin.
Til dæmis, notaðu „kettlingar að leika við gula gúmmí önd“ í staðinn fyrir „kettlingar“.

2. Notaðu lýsandi skráarheiti fyrir myndirnar þínar

Í stað þess að vista myndirnar þínar sem DSC00434.jpeg þarftu að nefna þær rétt. Hugsaðu um lykilorðin sem notendur munu skrifa í leitinni til að finna þessa tilteknu mynd. Vertu nákvæmari og lýsandi í nöfnum á ljósmyndum.
Til dæmis, er rauð-timburhus.jpeg betri en bara hus.jpeg.

3. Veldu ljósmyndir í takt við innihald texta

Leitarvélar verða betri með hverjum deginum. Þær geta þekkt og flokkað myndir ágætlega. Þú þarft samt sem áður að búa til rétt samhengi fyrir myndirnar. Myndirnar þínar þurfa að hafa þýðingu fyrir heildarefni fréttarinnar eða a texta vefsíðunnar.
Okkar ráð, Það er einnig gagnlegt að setja myndina nálægt viðeigandi texta í greininni.

4. Vandaðu vinnubrögðin fyrir Leitarvélarnar ( SEO )

Þú verður einnig að fylgja almennum SEO leiðbeiningum fyrir vefsíðuna þína. Þetta bætir þitt skor í myndaleit á leitarvélum eins og Google.

5. Notaðu helst alltaf „original“ ljósmyndir

Það eru vissulega til margar „stock“ ljósmyndir á netinu sem þú getur notað ókeypis fyrir vefinn þinn. Vandamálið er bara að „Stock“ ljósmyndir eru notaðar af þúsundum vefsíðna.
Okkar ráð, Notaðu helst alltaf „original“ ljósmyndir, fáðu ljósmyndara til að mynda fyrir þig eða taktu mynd sjálf(ur) fyrir vefinn. Þannig verður hann Einstakur!

—-

Fáðu góðann ljósmyndara til að mynda fyrir þig!

Við vitum að flestir sem vinna við vefumsjón eru ekki menntaðir sem ljósmyndarar eða grafískir hönnuðir. Þess vegna mælum við með að þú fáir ljósmyndara til að hjálpa þér til að fá sem faglegast útlit á vefinn þinn.

Við vonum að þetta blogg hafi hjálpað þér að fræðast um hvernig þú getur skorað hærra á Google með góðum og vel unnum ljósmyndum fyrir vefsíðuna þína.

Er netverslunin þín að ná hámarksárangri?

By Blogg

Þú þarft að kunna skil á réttu aðferðunum til að bæta aðstöðu í viðskiptum

Er netverslunin þín að ná hámarksárangri í veröld þar sem samkeppnishæf heimsviðskipti ráða för?

Ef  þú ert ekki með stillingar sem breyta hverri nýrri heimsókn á síðuna og hverri nýrri færslu, þá er alltaf svigrúm til úrbóta. Með þetta að leiðarljósi höfum við tekið saman bestu ráð til að hámarka gæði rafrænna viðskipta, svo tryggja megi að viðskiptavinir þínir snúi sér aftur og aftur til þín. Þannig mun aðstaða þín batna og þú munt ná betri árangri.

Aukin sýnileiki

Markaðssetning netverslunar, hefur í seinni tíð þróast í átt að sérsniði fyrir notendur. Þú getur auðveldlega safnað vefgögnum og félagslegum mælingum frá vefsvæðinu þínu, greint margs konar gögn notenda í samræmi við hegðun þeirra á netinu og þú getur einnig séð hvað það er sem mesta athygli vekur af því sem þín netverslun hefur að bjóða.

Notendur hafa hvorki tíma né þolinmæði fyrir óviðeigandi efni

Farsælast er að nota aðlagaðar og sérsniðnar aðferðir, því hafa ber í huga að notendur hafa hvorki tíma né þolinmæði fyrir óviðeigandi efni. Sýnileiki og réttar áherslur eru lyklar að því að hámarka viðskiptahlutfall þitt.

Það er mögulegt að fela aðlögunaraðferðir á alla þætti vefsíðu þinnar, þar með taldar leiðsagnarstillingar og áfangasíður, allt miðast þá við vafravenjur tiltekinna notenda. Ekki hika við að feta í fótspor síðna eins og ASOS, sem notar fyrri hegðun til að meta hvaða áfangasíðu einstakir notendur fara á, til dæmis kvenfatnað eða karlmannsföt.

Ekki gleyma að nýta markaðsherferðir þínar í tölvupósti

Markaðssetningu á rafrænu formi lýkur ekki þegar notandi yfirgefur vefsíðuna þína. Ekki gleyma að nýta markaðsherferðir þínar í tölvupósti. Athugaðu þá hvort viðskiptavinir láta ekki vistaða hluti og vörur vera í körfunni sinni.

Bættu verðlagningu þína

Leiðin til að ákvarða verð, er einn af mikilvægu þáttunum fyrir markvissa þróun netverslunar þinnar. Í boði eru leiðir til að aðlaga verðlagningu með því að nota hönnunarleiðréttingar.

Nokkrar kenningar, byggðar á rannsóknum í taugalífeðlisfræði, benda til þess að með því að setja tvær svipaðar vörur saman á síðu, seljist meira af vörunni sem er á lægra verði, og þar af leiðandi virðast það vera betri kaup en ef sama vara er boðin án samanburðar.

Hvað eru „greiningarlömunaráhrif“?

Taktu tillit til svokallaðra „greiningarlömunaráhrifa“, það er að forðast að kaffæra notandann með miklum fjölda tiltækra valkosta.

Árangursríkasta leið verðsíðunnar að einstaklingnum er fólgin í einfaldleika. Bentu, engu að síður, á besta eða vinsælasta valkostinn þegar mögulegt er. Þetta er einnig áhrifarík leið til að auka sölu og flýta fyrir ákvarðanatöku viðskiptavina þinna.

Gerðu kaupin aðgengileg

Það er lykilatriði í netverslun að reyna að koma í veg fyrir að kaupandinn hætti við kaupin á greiðslustigi. Gakktu úr skugga um að hnappurinn „bæta í körfuna“ sé augljós og sýnilegur notendum, óháð því hvar þeir eru á síðunni þinni. Stattu vörð um aðgengið með skýrum aðgerðum sem hvetja viðskiptavini til að halda áfram þegar kemur að því að ganga frá kaupunum.

Fylgdu fordæmi Amazon!

Önnur árangursrík leið til að koma í veg fyrir að notendur fari af síðunni án kaupa, er að fylgja fordæmi Amazon og eyða öllum hugsanlegum truflunum af greiðslusíðunni. Þetta er lykilatriði því þar fer salan fram í raun og veru. Það er því áríðandi að ekki séu tafir eða óþarfa truflanir í þessu ferli.

Stuðlaðu að því að viðskiptavinir þínir haldi athyglinni í gegnum söluferlið. Eyddu öllum óþarfa en skildu eftir lögboðna hlekki sem tryggja rétt viðskipti og persónuverndarstefnu.

15 ára reynsla af vefsíðugerð, netverslun og stafrænni markaðssetningu

Það kostar mikla vinnu, sköpunarkraft og fjárfestingu að hámarka skilvirkni netverslunar þinnar. Engu að síður er miklu árangursríkara að bæta viðskiptin en að einblína á að auka umferð um síðuna. Allra Átta hefur 15 ára reynslu af netverslun, stafrænni markaðssetningu og neytendagreiningu á netinu.

Við getum stutt þig í öllum þáttum herferðar þinnar, allt frá stillingum, til þess að rekja gögn um sölu og viðskipti. Þú munt sjá hvaða árangri netverslun þín þarf að ná til að geta blómstrað.

Hvernig væri nú að hafa samband við okkur, til að fá frekari upplýsingar um hvernig þjónusta okkar laðar viðskiptavini að netverslun þinni?

Er hægt að endurheimta sölutap?

By Blogg

Já!

Það er hægt að endurheimta sölutap!

Allra Átta hefur til umráða sérhæfðar vef- og tæknilausnir til að snúa tapi Netverslunar í gróða. Um er að ræða snilldarlausn fyrir netverslanir sem gera miklu meira en að endurheimts glataða veltu með þar til gerðri markasherferð þar sem hún snýr vörn í sókn.

70-90% þeirra sem setja vörur í verslunarkörfuna, klára ekki kaupin

Með árangursríkri aðferð má snúa þróuninni við og sölutap verður hagnaður. Vandamálið með margar netverslanir er að 70-90% gesta sem setja vörur í verslunarkörfuna, klára svo ekki kaupin. Fólk geymir gjarnan vörurnar í körfunni sem svo gleymast þar.

– Með því að fá viðskiptavinina til að ljúka hálfkláruðum kaupum á völdum vörum, höfum við náð að auka sölu í Netverslun, um allt að 100%.

Við hjálpum þér að breyta áhugasömum gestum í kaupendur

Við gerum að meðal annars með því að nota hoppglugga ( pop-up ) þar sem auglýsingar spretta upp, sérsniðnar að þörfum gestanna og með sérvöldum vörum sem þeir sjálfir hugðust kaupa.

Kerfið safnar upplýsingum um síðugesti og sendir þeim svo sjálfkrafa tilboð í gegnum viðkomandi netverslun sem og í tölvupósti. Hér sjáum við gjarnan mjög gott smellihlutfall, eða allt að 90%

Sjálfvirkur söluhvati fyrir þína Netverslun

Við bjóðum upp á þægilega og sjálfvirka veflausn sem safnar, greinir og auðgar upplýsingar um notendur síðu þinnar og sér um að raungera markmið þess með skilvirkum hætti.

Panta kynningarfund um endurheimta sölutap

Hvað er leitarvélabestun?

By Blogg

Hvað er leitarvélabestun?

Leitarvélabestun (e. Search engine optimization, SEO) er listin og vísindin að baki því að draga umferð netnotenda á vefsíðuna þína fyrir milligöngu leitarvéla.

Af hverju er SEO mikilvægt?

Í stuttu máli: leit á Netinu er MIKILVÆG uppspretta netumferðar og þar kemur Leitarvélabestun sterk inn.

Nærri því 60% of allri umferð á Netinu hefst með leit á Google. Með því að bæta við umferð frá öðrum vinsælum leitarvélum (eins og Bing, Yahoo og YouTube) á 70.6% allar umferð á Netinu upphaf hjá leitarvélum.

Setjum upp dæmi til að útskýra mikilvægi Leitarvélabestunar ( SEO )

Segjum svo að þú rekir bílaleigu á Íslandi og viljir auglýsa þjónustu þína meðal útlendinga sem hingað koma og viljir nota leitarorðið „Car rental Iceland“. Það fær upp um 80.000 niðurstöður á Google og berjast þessar 80.000 niðurstöður um minn fjölda tilvonandi viðskiptavini.

Segjum að 100.000 útlendingar leiti að bílaleigubíl á Íslandi á mánuði og þannig má ætla, með það í huga að efsta niðurstaðan á Google leiðir til um 20% allra smellna (e. click), að líklegt sé að 20.000 aðilar (einstaklingar eða fyrirtæki) muni smella á vefslóð fyrirtækis þíns, sé það efst í leitinni. Almennt er reynslan sú að þeir sem leita að vöru og þjónustu fara ekki langt niður, sumir aðeins fjórar til fimm vefsíður í mesta lagi, aðrir að hámarki fyrstu niðurstöðusíðu. Því skiptir miklu máli að vefsíðan þín sé leitarvélabestuð, þ.e. leitarvélavæn og „skori“ hátt þegar Google metur hvaða vefsíður svara best spurningu eða leitarorðum viðkomandi aðila út frá ákveðnu algrími (e. algorithm) eða reikniforskrift.

Hafir þú sterka vefsíðu sem fellur að reikniforskrift Google geturðu „skorað“ hátt í mörgum leitarorðum og vakið þannig athygli fjölda fólks á vöru þinni og þjónustu. Einnig geturðu keypt auglýsingar, til dæmis með því að greiða ákveðna fjárhæð fyrir hvern smell sem kemur á vefsíðu þína frá leitarvél Google eða annarra svipaðra leitarvéla eða treyst á að vanda síðuna það vel að hún „skori“ hátt með helstu leitarorðum hennar í eðlilegum niðurstöðum Google.

Eðlilegar niðurstöður eða keyptar niðurstöður

Niðurstöðusíður leitarvéla skiptast í tvo mismunandi þætti. Annars vegar eru eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi (e. organic search results) og hins vegar keyptar niðurstöður (e. paid results). Þegar leitarvélabestun er unnin á vef, þá er verið að vinna í að vefurinn finnist „náttúrulega“.

Eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi

Eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi (eða einungis „eðlilegar“ niðurstöður) eru niðurstöður sem helgast algjörlega af því hversu góð og mikilvæg vefsíðan þín er í ljósi umbeðinna upplýsinga.

Með öðrum orðum, þarna geturðu hvorki borgað Google né öðrum leitarvélum fyrir að vekja á þér athygli og „skora“ hærra. Vefsíðan þín verður að vera í lagi og ná saman við niðurstöðuforsendur leitarvélarinnar.

Leitarvélar flokka eðlilegar niðurstöður á grunni hundruða flokkunarþátta af ýmsum toga en í stuttu máli má almennt segja að Google meti eðlilegar niðurstöður á því sem mest varðar leitarorðin, helst traustvekjandi og hafa mest fram að færa um viðeigandi efni á vefsetri eða vefsíðu.

Mikilvægast er að hafa í huga að þegar við tölum um leitarvélabestun ( SEO ) höfum við einmitt „eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi“ í huga.

Keyptar niðurstöður

Keyptar niðurstöður eru auglýsingar sem birtast efst á síðunni fyrir ofan eðlilegu niðurstöðurnar eða fyrir neðan þær í sumum tilvikum.

Keyptar auglýsingar eru algjörlega óháðar eðlilegu niðurstöðunum þar sem auglýsendur í keyptu niðurstöðunum er „raðað niður“ eftir því hve miklu þeir eru tilbúnir að kosta til fyrir hvern áslátt frá hverjum gesti í tengslum við ákveðnar leitarniðurstöður (kallað „Auglýsing þar sem greitt er eftir smellufjölda“ eða á ensku „Pay Per Click Advertising“). Ekki má gleyma því að keyptar niðurstöður eru jákvæðar fyrir leitarvélabestun á heimasíðu.

Hvernig leitarvélar vinna

Þegar þú leitar eftir einhverju á Google (eða í hvaða leitarvél sem er) vinnur algrím í rauntíma við að færa þér þær niðurstöður sem leitarvélin telur vera „bestar“.

Nánar tiltekið, Google skannar hundraða milljarða atriðisorðaskráa sem leitarvélin býr yfir í því skyni að finna þær niðurstöður sem hún telur að svari best leitarbeiðni þinni..

Hvernig ákvarðar þá Google hvaða niðurstöður eru „bestar“?

Jafnvel þó að Google opinberi ekki ítarlega um innri verkanir algríms þess við vitum þó, vegna einkaleyfa og yfirlýsinga sem Google hefur innt af hendi, tengt leitarvélabestun, að vefsíður eru metnar og flokkaðar á grunni eftirfarandi þátta:

1 – Mikilvægi

Ef þú leitar eftir „uppskrifir að súkkulaðibitasmákökum“ þá viltu ekki fá upp vefsíður þar sem jeppadekk eru seld. Það merkir að Google leitar einkum og sér í lagi að vefsíðum sem eru nátengdar lykilorði þínu.

Google flokkar þó ekki einfaldlega „mikilvægustu síður efst“ því að þúsundir (eða jafnvel milljónir) viðeigandi vefsíða eru til fyrir hvert leitarorð. Til dæmis má nefna að leitarorðið „smákökuuppskriftir“ gefur af sér 349 milljónir leitarniðurstaðna á Google. Til að setja niðurstöðurnar í röð sem best kemur út á toppnum er byggt á þremur öðrum algrímsþáttum:

2 – Heimildargildi

Heimildargildi er nákvæmlega eins og það hljómar: þetta er leið Google til að ákvarða hvort upplýsingarnar á vefsíðunni séu réttar og áreiðanlegar.

Spurningin er: hvernig veit Google hvort vefsíðan sé með gott heimildargildi? Leitarvélin horfir til fjölda annarra vefsíðna sem vísa („linka“) á þá síðu: ( Tenglar frá öðrum síðum eru kallaðir „baktenglar“ (e. backlinks ). Backlinks skiptir því miklu máli við leitarvélabestun á vefsíðum.

Almennt má segja að vefsíðan „skori“ betur eftir því hve margar aðrar síður benda á hana með tenglum. Reyndar skar Google sig úr frá eldri leitarvélum, eins og Yahoo, í hæfni sinni við að meta heimildargildi með því að lesa baktengla.

3 – Nytsamleiki

Efnisinnihald getur verið viðkomandi og með ríkt heimildargildi en sé það ekki nytsamlegt mun Google ekki setja þá vefsíðu efst á listann í leitarniðurstöðum.

Google hefur reyndar lýst því yfir að gert er upp á milli síðna eftir því hvort efnisinnihald þeirra sé „hágæðaefni“ eða „nytsamlegt“. Segjum til dæmis að þú leitir að „forsögulegt mataræði“ (e. Paleo diet) en með slíkum kúr er reynt að hverfa aftur til upprunalegs mataræðis mannsins.

Fyrsta niðurstaðan sem þú munt slá á („niðurstaða A“) er rituð af mesta sérfræðingi heims í forsögulegu mataræði vegna þess að vefsíðan hefur svo mikið gæðaefni fram að færa að margar aðrar síður vísa á hana með tenglum. Efnið er þó jafnvel illa sett upp og fullt af fræðislettum sem venjulegt fólk skilur ekki.

Á hinn bóginn mætti nefna aðrar niðurstöður („niðurstöður B“) til mótvægis. Innihald á þeirri síðu er ritað af einstaklingi sem er tiltölulega nýbyrjaður að haga mataræði sínu á forsögulegan hátt. Vefsíða viðkomandi hefur ekki nærri því eins marga baktengla.

Efnisinntak síðunnar er vel skipulagt og sett fram á í ólíkum efnisflokkum, ásamt því að vera skrifað á mannamáli sem hver og einn getur skilið: Vefsíða þessi ætti að „skora“ hátt á „nytsamleikaskalanum“. Jafnvel þó „niðurstaða B“ byggi ekki á eins miklu efnislegu trausti og „niðurstaða A“ mun hún engu að síður ná góðu sæti á niðurstöðusíðum Google. ( Hún gæti jafnvel náð HÆRRA sæti en „niðurstaða A“ )

Google mælir nytsamleika að stærstum hluta á grunni „merkja um reynslu notenda“ af síðunni. 

Með öðrum orðum: nytsamleikamatið er byggt á því hvernig samskipti notendur hafa við leitarniðurstöðurnar. Sjái Google að fólki líkar mjög vel við ákveðnar leitarniðurstöður mun leitarvélin hlaða undir þær. Nytsamleiki efnis skiptir því miklu máli þegar kemur að leitarvélabestun.

Tveir lykilþættir leitarvélabestunar

Leitarvélabestun á síðunni sjálfri (e. On-Page SEO)

Leitarvélabestun á síðunni sjálfri hefur það markmið að tryggja að Google finni vefsíðurnar þínar og að þær „skori“ hátt á í leitarniðurstöðunum. Það felur einnig í sér að hafa viðeigandi, ítarlegt og nytsamlegt efnisinnihald fyrir þau leitarorð sem þú setur fram og leitar svara við.

Leitarvélabestun utan síðunnar (e. Off-Page SEO)

Þessi þáttur snýr að því að fá aðrar vefsíður til að nefna (og setja tengil á) vefsíður þínar. Áhersla leitarvélabestunar utan síðunnar er að ná fram baktenglum við vefsíðuna þína (þekkt sem „uppbygging tenglasafns“ (e. link building).

Númer #1 heilræði mitt fyrir leitarvélabestun vefsíðna

Stofnaðu vefsíðu um eitthvað sem þér þykir vænt um og hefur áhuga á. Leitarvélar eru hannaðar til að mæla mismunandi merki sem koma fram á vefnum svo að hægt sé að finna vefsíður sem fólki líkar vel við! Hjálpaðu Google við þetta með því að setja fram þessi merki af alvöru og í einlægni en ekki til þess eins að vekja athygli á þér eða síðunni.


Umsögn viðskiptavinar

Við hjá Félagsbústöðum endurnýjuðum heimasíðuna okkar og leituðum lengi að góðum aðila til að vinna það með okkur. Allra Átta kom best út úr þeirri leit, og hafa staðið vel undir því. Mæli eindregið með Allra Átta. – Gunnar / Félagsbústaðir

Meira um Leitarvélabestun

GDPR – Evrópsk lög um persónuvernd

By Blogg

Hvað er GDPR?

Hinn 14. apríl 2016 samþykkti löggjafinn hina almennu persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (e. Genereal Data Protection Regulation, GDPR) endanlega eftir fjögurra ára ferli og var lokagerð hennar birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins hinn 4. maí 2016.

Reglugerðin tók gildi í Evrópusambandinu frá og með 25. maí 2018 og kom í stað innlendra laga og reglugerða hinnar virtu tilskipunar ESB frá 1995 um gagnavernd og nær til fyrirtækja utan Sambandsins er beina spjótum sínum að neytendum innan ESB.

Þó að almenna persónuverndarreglugerðin haldi að mestu leyti meginreglum og hugtakanotkun tilskipaninnar frá 1995 bætir hún við nýjum meginreglum með óljósum afleiðingum, eins og strangari merkingu hugtaksins um samþykki, kröfur um auðflytjanleika gagna og „rétt til að gleymast“. Um leið vekur hún væntingar um samræmi um alla Evrópu en þessu gætu fjölþjóðleg fyrirtæki tekið fagnandi og einnig um ívilnun frá skráningarbyrði sem hefur reynst þráföst í mörgum löndum (þó að þetta jafnist út með nýrri skyldu um að tilkynna öryggisrof (e. security breaches)).

Fyrirtæki ættu að horfa til framtíðar varðandi nýjar aðstæður varðandi eigin reglufylgni í vöruhönnun, gerð starfsáætlana, stefnu um friðhelgi einkalífs, öryggiskerfi og samninga sem gerðir verða frá þeim tíma þegar reglugerðin tekur gildi — á Íslandi er þar miðað við 15. júlí 2018.

Er vefurinn þinn klár fyrir nýju persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins?

Hvers vegna reglugerð?

Frá 1995 hafa Evrópubúar fallið undir innlend (í sumum löndum ríkis- eða svæðisbundin) og yfirgripsmikil lög um upplýsingar um friðhelgi einkalífs sem stýra einkageiranum og eru grundvölluð á „rammatilskipun“ Evrópusambandsins, tilskipun 95/46/EB („gagnaverndartilskipuninni“) með viðbótum frá tilskipun 2002/58/EB („tilskipun um friðhelgi einkalífs á Netinu“) á sviði rafrænna samskipta.

Í janúar 2012 lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögur sem vörðuðu umbætur á lagalegri uppbyggingu á verndun friðhelgis einkalífs í Evrópu til að fjalla um eftirfarandi þætti:

  • útrýma misræmi í innlendum lögum,
  • auka kröfur um að vernda friðhelgi einkalífs einstaklinga betur en áður,
  • uppfæra lögin til að fjalla betur um áskoranir í nútímanum varðandi friðhelgi einkalífs, eins og þær sem komu til vegna Netsins, samfélagsmiðla, smáforrita í farsímum, meiriháttar gagnasöfnunar í tölvuskýjum og markaðssetningu sem byggist á nethegðun fólks en slíkt hafði vart náð að slíta barnsskónum þegar gagnaverndartilskipunin var samin,
  • draga úr kostnaðarsömu stjórnsýsluálagi hjá fyrirtækjum sem þurfa að kljást við mörg gagnaverndaryfirvöld.

Framkvæmdastjórnin lagði fram tillögu um að semja almenna persónuverndarreglugerð sem kæmi í stað tilskipunarinnar frá 1995. Að lokum samþykkti Evrópuþingið og leiðtogaráðið tillöguna eftir ítarleg skoðanaskipti um einstaka efnisþætti almenna persónuverndarfrumvarpsins og meðfylgjandi umræður um sérstaka tilskipun sem stjórna mun alþjóðlegu lögreglu- og dómsmálasamstarfi í sakamálum sem hluta af umbótapakkanum.

Almenna persónuverndarreglugerðin, sem slík, mun hafa bein réttaráhrif um allt Evrópusambandið og hafa innlend gagnaverndaryfirvöld og dómstólar eftirlit með framkvæmd þeirra án þess að krefjast lögleiðingar hennar í innlendri löggjöf (ferli sem tók mörg ár í tilfelli tilskipunarinnar frá 1995 og skilaði það misjöfnum árangri).

Reglugerðir ESB eru notaðar á mörgum öðrum sviðum, eins og við samþykki á lyfjum, þegar settir eru heilbrigðis- og öryggisstaðlar fyrir neysluvörur og samkeppnislög og lög gegn einokun og hringamyndun. Reglugerðir ESB gefa fyrirheit um aukið samræmi í stöðlum og túlkunum en rammatilskipun getur leitt af sér og er það almennt talið til hagsbóta fyrir félög sem stunda viðskipti í fleiri en einu Evrópuríki.

Samræming og samkvæmni GDPR

Samkvæmt tilskipuninni er til staðar ákveðið stig samræmingar og samkvæmni við túlkun og fullnustu. Nokkrar valfrjálsar álitsgerðir voru, til viðbótar við óformleg samskipti milli viðkomandi yfirvalda, gefnar út hverjar á fætur annarri af hálfu „29. greinar starfshóps um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga“, ráðgjafanefndar sem sett var saman af fulltrúum innlendra eftirlitsyfirvalda (sem eru almennt kölluð „gagnaverndaryfirvöld“) ásamt Evrópsku persónuverndarstofnuninni sem framkvæmdastjórnin skipaði.

Samkvæmt reglugerðinni verður hópur sá að sjálfstæðri og valdamikilli eftirlitsstofnun sem kallast Evrópska persónuverndarráðið og fær það hlutverk að tryggja „samræmda beitingu“ á almennu persónuverndarreglugerðinni. Heill kafli í reglugerðinni (55.–63. gr.) er settur undir samstarf og samkvæmni með verklagsreglum frá mörgum gagnaverndaryfirvöldum til að samræma rannsóknir og koma á framfæri samræmdum ákvörðunum og stefnu sem Persónuverndarráðið skoðar og gefur skýrslu um til framkvæmdastjórnarinnar.

Einn samræmingarþáttur sem ætti að reynast til bóta fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki snýr að því að fyrirtæki geta nú starfað með „forystueftirlitsyfirvaldi“ innan þess lands þar sem yfirstjórn fyrirtækisins hefur aðsetur. Yfirvald þetta mun síðan samræma aðgerðir með yfirvöldum í öðrum löndum þar sem fyrirtækið starfar og reyna þannig að ná samstöðu um þætti sem snerta þau öll.

Hvað eru persónugreinanleg gögn?

Reglugerðin skýrir að nokkru leyti og eykur jafnvel stundum við hið ógreinilega hugtak sem persónugreinanlegar upplýsingar þar sem „skráður aðili“ er skilgreindur sem einstaklingur sem hægt er að auðkenna „á hátt sem líklegt er að ábyrgðaraðili eða einhver annar einstaklingur eða lögðaðili gæti notað“, þ.m.t. með tilvísun „til kennitölu, staðsetningargagna, rafrænna auðkenna eða eins eða fleiri þátta sem eru sérstakir fyrir líkamleg, lífeðlisfræðileg, erfðafræðileg, sálræn, efnahagsleg, menningarleg eða félagsleg auðkenni umrædds einstaklings“ (1. mgr. 4. gr.).

Með því að bæta staðsetningargögnum og rafrænum auðkennum við tilfallandi tungumál tilskipunarinnar verður líklegra að reglugerð þessi munu ná yfir ýmis form auðkenna sem notuð er í færanlegum búnaði og smáforritum, dreifikerfum auglýsinga og greiningartækjum vefsetra.

Útvíkkun lögsögu

Hugsanlegt athugunarefni fyrir fyrirtæki utan Evrópusambandsins er að gildissvið lögsögunnar víkkar með tilkomu almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Við núverandi lög (sem byggjast á 4. gr. tilskipunarinnar frá 1995) fellur fyrirtæki, sem hefur ekki lagalega staðfestu í aðildarríki ESB, ekki undir gagnaverndarlög þess nema fyrirtæki þetta notist við búnað sem er staðsettur í því landi við vinnslu gagna. Því er almennt engin lögsaga án þess að fyrirtækin hafi starfsmenn eða vefþjóna á jörðu niðri.

Þetta breytist þegar almenna persónuverndarreglugerðin tekur gildi. Hún nær til vinnslu sem fer fram utan Evrópusambandsins þegar hún snýr að framboði á vörum eða þjónustu til skráðra aðila (einstaklinga) í Evrópusambandinu eða eftirliti með framferði þeirra. Því gætu ábyrgðaraðilar vefsíðna með verslunarkerfi eða smáforrit í farsímum sem hýst eru í þriðju löndum (utan bæði ESB og EES) fallið á beinan hátt undir reglugerðina ásamt margs konar þjónustuveitendum sem eru staðsettir í þriðju löndum en skipta við evrópska smásöluaðila.

Þó leikur vafi á um hvort evrópsk eftirlitsyfirvöld eða neytendur muni í raun reyna að stefna stjórnendum sem eru staðsettir í þriðju löndum fyrir dóm vegna brota á reglugerðinni. Útvíkkun á gildissviði lögsögu reglugerðarinnar gæti gert fyrirtækjum í þriðju löndum erfiðara fyrir með að hafa fyrirsvar um samninga og ábyrgðir gagnvart því að farið verði að „öllum viðeigandi lögum“ og er jafnvel hugsanlegt að gagnaverndaryfirvöld eða dómstólar fari fram á við viðskiptavini innan ESB að þeir hætti að skipta við söluaðila í þriðju löndum þegar þeir fara ekki að ákvæðum þessarar reglugerðar.

Tilskipunin krefst þess að samtök utan Evrópusambandsins tilnefni fulltrúa í Sambandinu ef þau notast við búnað í ESB til að vinna með persónuupplýsingar. Reglugerðin viðurkennir að þetta gæti orðið algengara mál þegar gildissvið lögsögunnar víkkar út. Í 25. gr. er kveðið á um að ábyrgðaraðilar sem eru staðsettir utan ESB en selja til neytenda innan Sambandsins eða taka saman auðkenni þeirra verði að tilnefna fulltrúa í Evrópusambandinu, væntanlega til að svara fyrirspurnum og kvörtunum frá gagnaverndaryfirvöldum eða einstaklingum um friðhelgi einkalífsins, þó að reglugerðin tiltaki ekki skyldustörf fulltrúanna í smáatriðum. Í 25. gr. er þó jafnframt veitt undanþága fyrir ábyrgðaraðila í löndum sem taldir eru veita fullnægjandi lagavernd (eins og Kanada) eða hafa í þjónustu sinni færri en 250 starfsmenn og bjóða íbúum Evrópusambandsins „einungis einstaka sinnum“ vörur eða þjónustu.

Strangari skilyrði fyrir samþykki

Með reglugerðinni, eins og tilskipuninni áður, er þess krafist að staðið sé löglega að vinnslu upplýsinga, en algengasti máti þess er samþykki hvers einstaks skráðs aðila. Í reglugerðinni er þó gengið harðar fram við ásættanleg skilyrði fyrir því að staðfesta samþykki sem er skilgreint sem staðfesting „á því að fyrir liggi óþvinguð, afmörkuð, upplýst og ótvíræð viljayfirlýsing hins skráða aðila um að hann samþykki vinnslu persónuupplýsinga sem varða hann sjálfan“.

Samkvæmt 7. gr. reglugerðarinnar ber stjórnandinn sönnunarbyrði þess að staðfesta samþykki og þýðir það að liggja þarf fyrir einhvers konar sönnun í formi skriflegs samþykkis, að smellt hafi verið á svar í valmynd, eða aðrar dæmigerðar verklagsreglur. Sé samþykkið gert með skírskotun til skriflegrar yfirlýsingar sem einnig snýr að öðrum málum, eins og samningur um notkunarleyfi (e. End user license agreement, EULA) eða notkunarskilmálar, verður friðhelgissamþykkið að vera „auðgreinanlegt í útliti“.

Skráði aðilinn verður að hafa heimild til að draga til baka samþykki sitt hvenær sem er varðandi síðari tíma vinnslu upplýsinga. Reglugerðin kveður einnig á um að samþykki má ekki nota til grundvallar löglegrar vinnslu upplýsinga þar sem „töluverður aðstöðumunur“ er á milli hins skráða aðila og ábyrgðaraðilans.

Viðkvæm gögn

Í 9. gr. er flutt áfram frá tilskipuninni hugtakið um „tiltekna flokka“ sérlega viðkvæmra gagna sem varðar kynþátt eða þjóðerni, stjórnmálaskoðanir, trúar- eða lífsskoðanir, aðild að verkalýðsfélögum, heilbrigði eða ástundun kynlífs. Að þessu leyti er krafist sérstaks samþykkis eða lagaskyldu í því skyni að safna saman eða vinna með slík gögn og þar er krafist öflugra öryggis og meiri gaumur gefinn að geymslumörkum gagnanna. Reglugerðin bætir jafnframt við erfðafræðilegum gögnum og lífkenniupplýsingum við flokk viðkvæmra gagna.

Börn

Fyrirliggjandi tilskipun fjallar ekki beinlínis um friðhelgi einkalífs barna og engin innlend lög eru í Evrópu sem eru sambærileg við Lög um verndun friðhelgis barna á Netinu (COPPA) í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn býr nýja reglugerðin yfir sértækum ákvæðum til að vernda friðhelgi barna (8. gr.)

Mikið hefur verið rætt um viðmiðunaraldur fyrir samþykki foreldra og breyttist hann reglulega fram til loka lagasetningarmeðferðarinnar. Viðmiðunaraldurinn var að lokum miðaður sjálfgefið við 16 ára aldur en aðildarríki hafa heimild til að lækka hann niður í 13 ára aldur sem umrædd lög í Bandaríkjunum (COPPA) miða við.

Innlend frávik í viðmiðunaraldri gætu verið áskorun fyrir ábyrgðaraðila vefsetra og smáforrita í farsímum.  Sér í lagi er krafist samþykkis foreldis eða forráðamanns til að vinna persónuupplýsingar um barn undir viðmiðunaraldri þegar boðin er „upplýsingaþjónusta“ þó að þetta ákvæði breyti ekki á beinan hátt sjálfræðisaldri samkvæmt innlendum lögum.

Reglugerðin gerir ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geti komið á fót sérstökum leiðum til að fá sannreynanlegt samþykki foreldris. Búist er við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kanni reynslu Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna þar í landi til að auðkenna notagildar leiðir til að fá samþykki foreldris.

Stefnur varðandi friðhelgi einkalífsins og samskipti

Í reglugerðinni (11. gr.) er farið fram á að „gagnsæ og auðveldlega aðgengileg stefna“ og samskipti á skýru og einföldu máli verði aðlöguð skráðu aðilunum, þ.m.t. upplýsingar sem beint er að börnum (eins og reglugerðin skilgreinir þau,  undir 18 ára aldri). Þegar ábyrgðaraðilinn notar sjálfvirkar leiðir verður hann að kveða á um að skráðir aðilar sendi inn þá valkosti sem þeir kusu, beiðnir og kvartanir á rafrænan hátt. Fari ábyrgðaraðilinn að óskum um leiðréttingar eða eyðingar verður hann jafnframt að greina öllum þriðju aðilum að gögnunum frá því, ef hægt er.

Rétturinn til að gleymast

Tilskipunin fól í sér rétt til að fara fram á aðgengi og leiðréttingar og til að andmæla frekari vinnslu persónuupplýsinga í sérstökum tilvikum. Reglugerðin gengur lengra að því er varðar „rétt til að gleymast og eyða upplýsingum“ og einnig til leiðréttingar (17. gr.). Í þessu felst heimild til að láta ábyrgðaraðila eyða gögnum og grípa til réttmætra aðgerða til að tilkynna þriðju aðilum um að þeim beri að eyða gögnum og tenglum þar sem gögnin eru ekki lengur nauðsynleg vegna upphaflegra eða löglegra nota, eða að skráði aðilinn hefur dregið til baka samþykki sitt eða að nefnt vörslutímabili hefur runnið út, einkum í tilfellum þegar gögnum var safnað meðan skráði aðilinn var á barnsaldri (undir 18 ára aldri).

Fjölmargar undantekningar koma þó til og er þessum réttindum ætlað að skapa jafnvægi gegn tjáningarfrelsi, lýðheilsuhagsmunum, lagaskyldum og þörfum vegna sagnfræði- eða vísindalegra rannsókna. Framkvæmdastjórninni er heimilt að samþykkja sértækari reglur en rétturinn til að gleymast verður þangað til á gráu svæði, einkum varðandi samfélagsmiðla.

Auðflytjanleiki gagna

Annar óvissuþáttur varðar nýjan rétt til „auðflytjanleika gagna“ (18. gr.) sem ætlað er að heimila ákveðnum skráðum einstaklingi að krefjast afrits af persónulegum upplýsingum viðkomandi og færa þær til nýs þjónustuveitanda ef gögnin eru tiltæk á skipulögðu og almennt notuðu sniði. Einnig er framkvæmdastjórninni heimilt að samþykkja framkvæmdarráðstafanir og er líklegt að þetta ákvæði reglugerðarinnar verði ónothæft þangað til svo verður.

Bein markaðssetning og gerð persónusniðs

Tilskipunin heimilar þegar skráðum aðilum að hafna notkun persónuupplýsinga í beinni markaðssetningu og krefst það gagnsæi ef teknar eru ákvarðanir með sjálfvirkum hætti, eins og að hafna viðskiptum á grundvelli áhættustigs. Ákvæði þessi eru útvíkkuð í reglugerðinni, í þáttum sem nefndir eru „Réttur til andmæla“ og „Ráðstafanir sem byggjast á gerð persónusniðs“ (19. og 20. gr.)

Höfnun á notkun persónuupplýsinga í markaðssetningu verður að vera „augljóslega aðgreinanleg frá öðrum upplýsingum“. Ákvarðanir með sjálfvirkum hætti verða að fela í sér verndarráðstafanir eins og málskot til mannlegrar íhlutunar og mega þær ekki byggjast einungis á skilgreindum viðkvæmniflokkum persónuupplýsinga eins og kynþætti eða heilbrigði.

Innbyggð eða sjálfgefin friðhelgi einkalífsins

Reglugerðin lætur í ljós nýjar meginreglur sem ábyrgðaraðilar gagna bera ábyrgð á varðandi tilhögun hönnunar og framkvæmdar til að vernda persónuupplýsingar í samkvæmni við reglugerðina og að tryggja að sjálfgefið sé að persónuupplýsingar, sem er safnað og þær notaðar eins og nauðsyn krefur í sértækum tilgangi, séu ekki geymdar lengur en þurfa þykir og séu ekki gerðar tiltækar fyrir of marga einstaklinga. Enn á ný hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heimild til að samþykkja ráðstafanir til að setja kjöt á beinin.

Stjórnunarhættir og skjalfesting á friðhelgi einkalífsins

Reglugerðin kastar fyrir róða þeim kröfum sem nú eru í gildi í mörgum löndum um suma ábyrgðaraðila að þeir skrái gagnavinnslustarfsemi sína hjá gagnaverndaryfirvöldum í löndum eða ríkjum. Þess í stað skyldar reglugerðin ábyrgðaraðila, vinnsluaðila og fulltrúa til að hafa skjalahald um meðhöndlun á tilteknum þáttum persónuupplýsinga (28. gr.) og gera skjalfestingu aðgengilega eftirlitsyfirvöldum að beiðni þeirra. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er heimilt að koma fram með staðlað eyðublað fyrir skjalfestinguna.

Ábyrgðaraðilum ber einnig skylda til, samkvæmt reglugerðinni, að taka sér fyrir hendur „mat á áhrifum gagnaverndar“ þegar vinnsluaðgerðum fylgir tiltekin hætta á röskun á friðhelgi einkalífs (33. gr.); aðgerðir sem bera mikla áhættu í för með sér krefjast fyrirfram samráðs eða heimildar frá eftirlitsyfirvaldinu (34. gr.)

Stofnun verður að skipa gagnaverndarfulltrúa hafi hún 250 eða fleiri starfsmenn eða ef kjarnastarfsemi hennar krefst „reglulegs og skipulegs eftirlits með skráðum aðilum“ (35.–37. gr.) Staða gagnaverndarfulltrúa, óhæði þeirra og skyldustörf eru sams konar og hjá gagnaverndarfulltrúum samkvæmt gildandi lögum í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi.

Tilkynning um og skjalfesting á öryggisrofi

Tilskipunin krefst ekki sérstakrar tilkynningar á öryggisrofum. Reglugerðin tekur hins vegar bæði á tilkynningu til yfirvalda og tilkynningu til einstaklinga sem koma að máli. Í 31. gr. er þess krafist að eftirlitsyfirvaldinu sé tilkynnt um öryggisrof á persónuupplýsingum innan 24 klukkustunda og að einstaklingum sé í kjölfarið tilkynnt um brot sem „líklegt er að hafi skaðleg áhrif á persónuupplýsingar eða friðhelgi einkalífs skráðs aðila“, nema ábyrgðaraðilinn sannfæri yfirvaldið um að gögnin verði gerð óskiljanleg (svo sem með dulkóðun). Reglugerðin krefst einnig tiltölulega umfangsmikillar skjalfestingar á váatvikum.

Öryggismál

Tilskipunin talar almennt um kröfur um viðeigandi tækni- og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Reglugerðin gengur lengra en þetta, ekki aðeins með því að krefjast tilkynningar og skjalfestingar á öryggisrofum, heldur vísar hún einnig til áhættumats og heimilda framkvæmdastjórnarinnar til að samþykkja tiltæk öryggisákvæði (30. gr.)

Siðareglur og vottanir

Reglugerðin hvetur samtök iðnaðarins til að semja siðareglur um gagnavernd og leita vottunar innlendra aðila eða Sambandsins (39. gr.) Þessi leið gæti reynst vænleg, eins og komið hefur í ljós í Bandaríkjunum, á sviðum eins og auglýsingum á Netinu, markaðsrannsóknum, klínískum rannsóknum og varðandi skemmtiefni fyrir börn.

Alþjóðlegir gagnaflutningar

Reglugerðin verndar lagalega tilhögun sem samþykkt var í tilskipuninni varðandi flutning persónuupplýsinga út fyrir ESB eða EES: „ákvarðanir um hvað sé fullnægjandi“ af hálfu framkvæmdastjórnarinnar, samþykki á bindandi reglum fyrir fyrirtæki, föst samningsákvæði („fyrirmyndarsamningar“) og aðrar undanþágur eins og um upplýst samþykki, framfylgd samninga og dómsmál (40.– 45. gr.)

Þetta svið tekur stöðugum breytingum, eins og ESB álítur nýja áætlun ESB og Bandaríkjanna um „einkalífsskjöld“ í kjölfar úrskurðar Evrópudómstólsins í svo kölluðu Schrems-máli en um þessar mundir halda flest fyrirtæki áfram að nota fyrirmyndarsamninga til að flytja gögn til þriðju landa en þau njóta ekki hagræðis af ákvörðunum ESB um „hvað sé fullnægjandi“.

Fullnusta

Reglugerðin sér fyrir, eins og tilskipunin, fullnustu bæði varðandi milligöngu eftirlitsyfirvalda og dómstóla með refsi- og stjórnsýsluviðurlög ásamt úrræðum einkamálaréttar. Reglugerðin gengur þó lengra varðandi stjórnsýsluviðurlögin sem geta numið allt að 20 milljón evrum eða 4% af árlegum tekjum fyrirtækis í ákveðnum tilfellum (79. gr.)

Innlend eftirlitsyfirvöld hafa þegar tekið við að endurskoða breytingar á stjórnsýslu- og rannsóknarmeðferðum sem reglugerðin mun knýja fram. Af því leiðir að sumir munu gera meiri fyrirbúnað en aðrir við beitingu valdheimilda.

Vafrakökur (cookies) o.s.frv.

Reglugerðin leysir ekki af hólmi tilskipunina um friðhelgi einkalífs á Netinu, þ.m.t. breytingar árið 2009 sem leiddu af sér svokallaðar „vafrakökureglur“. Framkvæmdastjórnin athugar nú hvort breytinga sé þörf en ný fyrirtæki ættu að búast við að halda áfram að hlíta reglufylgni við kröfur sem geta verið ólíkar á milli landa varðandi birtingu sprettiglugga (e. pop-up windows) með tilkynningum, tengla á friðhelgisstefnir eða möguleika á að samþykkja vafrakökur (e. Cookies), GIF-hreyfimyndir eða aðra hugbúnaðarþætti á vefsetrum.

Áhrif reglugerðarinnar utan ESB

Reglugerðin mun gilda á Evrópska efnahagssvæðinu til viðbótar öllum 28 aðildarríkjum ESB. Ríkin þrjú í Evrópska efnahagssvæðinu sem eru ekki í ESB (Noregur, Ísland og Liechtenstein) munu falla undir reglugerðina þegar hlutaðeigandi yfirvöld í þeim löndum hafa formlega innleitt gerðina og staðfest hana (15. júlí á Íslandi).

Líklegt er að aðrar þjóðir sem hafa innleitt lög sem byggð eru að miklum hluta á gagnaverndartilskipun ESB frá 1995, þ.m.t. Sviss og Ísrael, munu íhuga alvarlega að gera breytingar í takt við þær sem endurspeglast í reglugerðinni. Að lokum gætu þau orðið að innleiða slíkar breytingar til að viðhalda ákvörðunum ESB um hvað sé fullnægjandi en ólíklegt er að ESB krefjist þess af þeim á allra næstu árum.

Hvað á nú að gera?

Fyrirtæki þurfa að huga að mörgum þáttum sem þurfa að vera komin í lag 15. júlí 2018 þegar almenna persónuverndarreglugerðin tekur gildi hér á Íslandi því að íslensk löggjöf hefur ekki enn fallið beint undir lög ESB um friðhelgi einkalífsins. Hér eru nokkrar tillögur fyrir lönd sem falla ekki undir reglugerðina:

  • Fyrirtæki sem starfa í Evrópu: Undirbúningur fyrir að hlíta ákvæðum reglugerðarinnar.
  • Fyrirtæki sem ekki eiga staðfestu í Evrópu en selja vörur eða þjónustu, eða fylgjast með, neytendum í Evrópu. Undirbúningur fyrir að hlíta ákvæðum reglugerðarinnar og finna fulltrúa til að starfa innan ESB, ef við á.
  • Stofna til eða uppfæra skjalfestingu á meðferð persónulegra upplýsinga þinna og öryggisráðstafana, einnig tilkynningar um váatvik og málsmeðferð við tilkynningu á öryggisrofum og sniðmát fyrir mat á áhrifum á friðhelgi einkalífs og áhættumat. Góðar fyrirmyndir eru tiltækar.
  • Endurskoða hvernig ákvæðum um gagnavernd er fylgt í samningum sem taka gildi í ESB frá og með 25. maí 2018 en á Íslandi 15. júlí 2018.
  • Athuga hvort ekki bæri að staðfesta alþjóðlega samþykkta öryggisstjórnunarstaðla (ISO 27001/27002) þar sem auðveldara er að skilja þá í Evrópu og verður líkast til vísað til þeirra í framkvæmdarráðstöfunum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
  • Endurskoða og uppfæra stefnu þína varðandi friðhelgi einkalífsins og samskipti þar sem fresturinn til breytinga nálgast (15. júlí á Íslandi) að því er varðar áheyrendur í ESB.
  • Ráða til starfa og þjálfa einstaklinga sem gætu tekið að sér störf gagnaverndarfulltrúa eða greina aðila utan fyrirtækis sem gætu tekið það að sér.
  • Endurskoða áætlanir um vöruþróun og markaðssetningu á ESB-markaði í ljósi hugsanlegrar reglufylgni.

Hvernig get ég vitað hvort vefurinn minn standist lög Evrópusambandsins um persónuvernd á netinu?

Panta GDPR úttekt á vefsíðunni minni?