Viðmótshönnun
Góður vefur hefur notendavænt og snjallvænt viðmót
Gjarnan eru skyssur á pappír notaðar til að hanna grófa hugmynd að viðmóti við vefsíðugerð. Viðmótshönnun er oft unnin út frá greiningu á markhópum, hvaða tilgangur og markmið séu með nýja vefnum, og greiningu á hegðun notenda.
Eftirfarandi atriði gjarnan höfð til hliðsjónar:
- Vírasnið (e.wireframe) eru grófar teikningar, oft gerðar á blaði, þar sem ákveðnar síður eru grófleg teiknaðar upp, og ákveðið hvaða virkni, útli og efni skuli setja á viðkomandi síðu.
- Millihönnun/ítarhönnun er gjarnan notuð við vefsíðugerð. Þar er dregin er upp skýrari mynd af því sem á að gera, oft með því að gera skyssur sem taka mið af væntanlegu útliti og viðmóti vefsins. Þar er ákveðið hvar takkar og hvatar til aðgerða eru staðsettir, hvaða textar skipta máli, fyrirsagnir og eins í hvaða röð efnið er hannað, þ.e. hvað kemur fyrst, hvað fylgir á eftir o.s.frv.
- Að lokum er athugað með lifandi viðmót og virkni er það sem við endum á. Hér fær viðskiptavinur að sjá hvernig viðmót ákveðinnar síðu og oft vefsins í heild lítur út, hægt er að gera breytingar eftir á, og bæta inn kerfum og virkni. Hér er grunnurinn lagður endnalegu útliti: Litir, leturgerðir, firmamerki (lógó) og hvernig vefurinn lagar sig að snjalltækjum ( mobilie ).