Grunnur að betri árangri
Sérfræðingar Allra Átta greina stöðuna á vefnum þínum og nota til þess ýmis verkfæri. Mikilvægt er að greina heimsóknir inn á vefsvæðið, hvaðan þær koma, hegðun gesta inn á vefnum, brottfallshlutfall af forsíðu, viðmót, vefhönnun, hvata til aðgerða ofl og aðra ytri markaðssetningu svo sem Facebook og Youtube áður en farið er í vefsíðugerð/heimasíðugerð.
Stöðugreining hjálpar okkur að meta hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari ráðstafana og eða breytinga á vefnum í heild sinni eða hluta.
Þannig er hægt að setja sér mælanleg markmið vakta vefina og fylgjast með hvort fylgi settum mælikvörðum og markmiðum.
Ef stöðugreining vefsíðu gefur til kynna að eitthvað sé í ólagi, þarf gjarnan að skoða vefsvæðið og jafnvel nýta notendaprófanir til að kanna raunverulega virkni vefsins.