Steingrímur Gústafsson
PARKI
Okkar lang bestu auglýsinginar eru alltaf jákvæðar umsagnir viðskiptavina okkar
PARKI
IceTransport fór í það verkefni að uppfæra heimasíðu sína á seinasta ári og hafði góða reynslu af Allra Átta og leitaði ráða til Jón Trausta varðandi uppfærslu á heimasíðu.
Þjónustan við þetta verkefni sem við fengum frá Áttunni var upp á 5 stjörnur ( af fimm mögulegum ) þar sem að öllum okkar þörfum og sérþörfum voru leyst fljótt og faglega.
Við þökkum Áttunni fyrir samstarfið og ráðleggingar við þetta verkefni.
Tengiliður: Logi
Verkefnið byrjaði á fundi þar sem þarfir voru ræddar og komu þar að nokkrir starfsmenn Icetransport og ráðgjafi Allra Átta. Rætt var um að gamli vefurinn væri ágætur og eftir að hafa skoðað vefgreiningu þá sáum við að það voru ákveðnar síður sem viðskiptavinir leituðu mikið að, og dæmi um það var starfsfólk en hún var þá sett í myndrænt form á forsíðu.
Það var svo fljótlega ákveðið að gera vefinn eins „Lifandi“ og mögulegt er, sem þróaðist þannig að sett voru inn myndskeið (video) efst á forsíðu í flettiformi, og sýna þannig á lifandi hátt hvaða helstu þjónustur Icetransport býður sínum viðskiptavinum upp á.
Næst var hafist handa við að endurskipuleggja vefinn, taka til, fjarlægja gamalt efni og bæta við textum og upplýsingum um ákveðnar þjónustur Icetransport. Áhersla var lögð á að hafa leiðarkerfið ( valmynd / menu ) einfalda og notendavæna og teljum við að vel hafi tekist til.
Nú var einnig rætt að það yrði að vera hægt að senda með einföldu móti, beiðnir, fyrirspurnir og eins óska eftir tilboði í gegnum vefinn og var það leyst með ýmsum rafrænum fyrirspurnarformum. Á forsíðu er svo hægt að rekja fluttningsnúmer sem einfaldar viðskiptavinum að vita hvar sending þeirra er stödd í ferlinu.
Vefurinn var hannaður sem einfaldur og myndrænn, og auðvelt að nota á snjalltækjum. Þessi vefur er forritaður með WordPress vefumsjónarkerfi og er snjallvænn, þ.e. hann skalar sig og lagar sig að öllum helstu snjalltækjum.
Það var ljóst fljótlega eftir að vefurinn fór í loftið að hann hitti í mark, því bæði viðskiptavinir Icetransport hafa lýst yfir ánægju með hversu aðgengilegur vefurinn er og auðvelt að finna allt efnið á honum, og eins eru starfsmenn Icetransport ánægðir með virkni, útlit og ljóst að markiðum með smíð nýja vefsins var náð.
Við þökkum Icetransport fyrir ánægjulegt samstarf og samvinnu við smíði þessa vefsvæðis, það var alltaf hressleiki á fundum okkar og þeir eru höfðingjar heim að sækja. Við óskum Icetransport til hamingju með nýja vefinn.
Opið alla virka daga 9:00-17:00
Við leituðum lengi að góðum aðila til að vinna það með okkur, Allra Átta kom best út úr þeirri leit, og hafa staðið vel undir því. Mæli eindregið með Allra Átta. - Gunnar / Félagsbústaðir
Við hjá Alvín erum mjög ánægð með frábæra þjónustu og flotta heimasíðu sem vekur athygli hérlendis sem og erlendis. Gott að vinna með þessum fagmönnum. - Emma Holm / Alvín ehf
Þjónustuskrifstofa SIGL hefur skipt við Allra Átta í mörg ár sem segir sína sögu. Við erum mjög sátt! - Margrét / SIGL
Mæli hiklaust með Jóni Trausta og þeim hjá Allra Átta. - Guðmundur / Stígandi
Við hjá Icetransport mælum eindregið með Allra Átta þegar kemur að vefsíðugerð. - Logi / Icetransport
VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA