Skip to main content
All Posts By

a8

Viltu reka öfluga netverslun?

By Blogg

Öflug netverslun sem selur meðan þú sefur

Viltu fá öflugustu og best útbúnu vefverslun sem völ er á? WordPress Woocommerce netverslun hjá Allra Átta er lausnin en slík þjónusta er ein af mörgum viðbótum sem viðskiptavinum býðst við vefsíðugerð, markaðssetningu og aðra hefðbundna þjónustu fyrirtækisins. Woocommerce netverslun svipar mjög til hýstra verslunarsmáforrita eins og Shopify en er í eðli sínu mun sveigjanlegri þar sem verslunin er hýst hjá Allra Átta og hægt að sérsmíða ýmiskonar virkni sem og nýta sér hundruða Plugins til að gera þína netverslun eins öfluga og flotta og kostur er.

Við getum hannað fyrir þig þitt eigið útlit og viðmót, sem og nýtt okkur tilbúin sniðmát. Við getum einnig fiktað við hugbúnaðarkóða og gagnagrunn verslunarinnar ef þér sýnist svo. Hafir þú ekki forritunar þekkingu geturðu fengið sérfræðinga Allra Átta til að gera slíkar ýmsar breytingar á virkni og alltaf hægt að bæta og breyta útliti og viðmóti.

Þessi tæki eru oft ókeypis en þú þarft þó að reka eigin netþjón og hæfni til að setja upp hugbúnaðinn og tryggja öryggi hans — eða fá Allra Átta til að sjá um að gera það fyrir þig. Með viðbótarfjárfestingu geturðu fengið algjörlega sérsniðna verslun í hendur.

Stækkaðu vefinn og bættu við Netverslun

Eigir þú þegar blogg eða vefsíðu frá WordPress eða leitað hjálpar Allra Átta við vefsíðugerð — eða hafir þú áður notað WordPress og þekkir til forritsins — er WooCommerce besta leiðin til að bæta sérsniðinni vefverslun við síðuna þína. Aðeins þarf að setja upp WooCommerce viðbótina eins og aðrar viðbætur við WordPress og þú færð nýja einingu á vefsíðuna fyrir vörur og pantanir.

Þú stjórnar auðveldlega þínum pöntunum í WooCommerce

Vöruskrárnar í WooCommerce virka svipað og annað sem þú gerir í WordPress blogginu — aðeins með aukareitum fyrir vörulýsingu, verðlag, stærðir og svo framvegis. Reitirnir koma fram á nýrri verslunarsíðu vefsetursins þíns þar sem gestir geta leitað að vörum, sett þær í flokka, merkt við þær og bætt þeim við verslunarkerruna sína. Þú stjórnar síðan pöntunum þeirra innan WordPress með svipaðri síðu sem að þessu sinni birtir þér einum upplýsingar um kaup viðkomandi aðila.

Fullkomin tölfræði sem sýnir þér sölur eftir tímabilum

Þarftu fleiri þætti í verslunina? WooCommerce hefur eigin viðbætur sem heimila þér að bæta við eftirlætis greiðsluþjónustu þinni, samþættingar og aðra þætti í versluninni þinni. Þú gætir einnig skoðað staðlaða síðu WooCommerce yfir viðbætur — góðar líkur eru á því að þú finnir þar tæki eða úrræði sem henta þörfum þínum, jafnvel þó að viðbæturnar séu ekki sérstaklega hannaðir fyrir verslunarumhverfi. Þú getur bætt WooCommerce við vefsíðuna þína hvenær sem er eða sett vefverslunina upp samhliða hinni eiginlegu vefsíðugerð.

Tölfræðin er innbyggð í Woocommerce svo þú getur alltaf séð hvernig salan gengur eftir mánuðum, fjöldi pantana, heildarsala, pantanir sem ekki kláruðust ofl ofl.

Hér hefurðu fullkomna yfirsýn yfir verslunarreksturinn á netinu.

Sendu 5 stjörnu fréttabréf

By Blogg

8 mikilvæg atriði

þegar senda á 5 stjörnu fréttabréf
    

1. Fyrirsögn á tölvupósti sem er bæði skýr og nær athygli fólks

Radicati-hópurinn greindi frá því að 1,9 milljarður tölvupósta berist á milli manna á hverjum degi, að viðbættum amapósti (e. spam). Til að fanga athygli viðtakenda þarftu að búa til athyglisgrípandi fyrirsögn á tölvupóstinn til að markhópurinn opni póstinn og lesi hann.

Fjallaðu um athugunarefni lesenda: Settu sjálfan þig í spor lesenda og skrifaðu fyrirsagnir sem fjalla um þarfir þeirra. Hvað er áhugavert við vöru þína eða þjónustu frá sjónarhóli þeirra?

  • Skrifa á persónulegum nótum: Athugaðu hvort ekki sé hægt að nota skírnarnafn viðtakanda í fyrirsögn tölvupóstsins. Fjöldi þeirra sem slá á tengla og fara áfram á marksíðu eykst umtalsvert á þennan hátt.
  • Nota málfar sem hvetur til aðgerða: Nota skal orð sem hvetja til aðgerða til að hvetja lesendur þína til gagnvirkni. Þú vilt nota slík orð til að hvetja þá til að opna tölvupóst þinn tafarlaust þegar hann birtist þeim með því að sannfæra þá um að boðskapur þinn sé bæði brýnn og athyglisverður.
  • Talaðu geinilega: Útskýrðu greinilega hvaða efni er í tölvupóstinum. Þú vilt að lesandinn skilji nákvæmlega hvað hann fær í hendur við að opna tölvupóstinn.
  • Farðu yfir fyrirsagnirnar til glöggvunar: Skýr og auðskiljanleg fyrirsögn er mikilvæg til að lesandi tölvupósts slái á tengla til að halda áfram á vefslóð.
  • Vertu stuttorður: Lesendur sem notast við færanleg tæki (eins og snjallsíma) forðast að opna tölvupósta með of langri fyrirsögnin. Við mælum með að nota færri en 50 orð í hverja fyrirsögn
  • Vertu samkvæmur sjálfum þér: Fyrirsögn tölvupóstsins lofar lesendum einhverju sem þú verður að standa við í textanum sjálfum. Vertu alveg viss um að þú standir við það loforð.

2. Vörumerkjastjórnun fyrirtækisins

Vertu viss um að sniðmát markaðssetningar fyrirtækisins endurómi heildar vörumerkingu fyrirtækisins. Þú vilt að fólk sem opnar tölvupóstinn átti sig á því hver þú ert og muni hvers vegna það opnaði áður tölvupóstinn þinn.

Auðveldasta leiðin til að tryggja samræmdan tölvupóstsstíl er að búa til og notfæra sér reglulega sérstök sniðmát fyrir tölvupóst. Við hönnun sniðmáts þarf að hafa í huga liti fyrirtækisins, fyrirtækismerki (e. logo) og aðra þætti vörumerkjastjórnunar fyrirtækisins.

3. Viðeigandi þættir

Í gagnasafni þínu eru mjög líklega geymdir bæði viðskiptavinir og mögulegir viðskiptavinir sem eru staddir á einhverju stigi í kaupferlinu. Við hönnun á fimm stjörnu tölvupóstreynslu ættirðu að velta vel fyrir þér hvernig þú flokkar skrár þínar og tengja tölvupóstáætlanir þínar saman til að leggja mesta áherslu á þarfirnar sem finna má í skránum.

4. Það sem skiptir máli og samhengi hlutanna

Í tölvupósti þínum þarf þegar í stað að fjalla um meginefni póstsins og hvers vegna mikilvægt sé að lesa hann. Best er að geta þess sem skiptir mestu máli, „tilboðið“ sjálft, þegar í fyrstu setningu tölvupóstsins til að styrkja mikilvægi boðskaparins.

Einnig eru margir sjónrænir þættir sem geta bætt tölvupóstinn þinn. Til dæmis er gott að lágmarka núning á síðunni með því að fjarlægja drasl og fjöldaskilaboð af síðunni. Gott er að hafa hnapp til að niðurhala tilboði þínu á áberandi stað.

5. Augljóst og einbeitt kall til aðgerða

Tölvupósturinn þinn ætti að vera eitt ákveðið markmið með að ná til fólks, hvort sem það er gert til að niðurhala tilboði, skrá sig á vefnámskeið, kaupa vöru eða bóka fund. Hnappurinn sem kallar til aðgerða er hlekkurinn sem leysir þessa aðgerð úr læðingi. Því verðurðu að vera viss um að hnappur þessi standi á áberandi stað í tölvupósti þínum.

Taka á eftir hnöppum sem kalla til aðgerða. Til að auka hlutfall þeirra sem slá á tengla í tölvupósti verða hnappar þessir að vera mjög greinilegir, miðla augljósu gildi og knýja gest þinn til að slá á þá. Þá þarf að hanna rétt, nota sterkt orðaval og gagnorðar setningar til að ná marki þínu.

6. Viðeigandi myndefni

Að setja inn myndir er annað úrræði til bæta markaðssetningu þína með tölvupósti. Sjónrænar vísbendingar eru stórkostlegt úrræði til að tryggja að hver þáttur sniðmáts tölvupóstsins nái að tengjast lesendum þínum.

Fólki líkar einfaldlega við myndir, hugsanlega vegna þess að 90% upplýsinga sem rata til heilans eru sjónrænar og heilinn vinnur þær upplýsingar 60 000 sinnum hraðar en texta.

7. Hnappar og tenglar til að deila á samfélagsmiðla

Hnappar og tenglar til að deila á samfélagsmiðla eru stórkostleg úrræði til að auka við tölvupóstsmarkaðssetningu þína og ná í nýjar hugsanlegar ábendingar um viðskiptavini, með mjög lítilli viðleitni af þinni hálfu.

Bættu við hnöppum til að deila á samfélagsmiðla við tölvupóstssniðmátið þitt svo að lesendur gæti deilt efni þínu innan dreifikerfis þeirra.

8. Tengill til að hætta í áskrift

Til að gera fimm stjörnu tölvupóst er þetta atriði það eina sem er skylda í tölvupósti þinum, þú VERÐUR að hafa tengil, sem hægt er að slá á til að hætta að fá póstana þína, neðst í hverjum tölvupósti sem notaður er til markaðssetningar.

Að senda tölvuóst án slíks tengils brýtur í bága við reglugerðir um amapóst (spam).

Samkvæmt rannsóknum kjósa 77% lesenda að þiggja markaðsefni með milligöngu tölvupósta frekar en með nokkrum öðrum leiðum!

Með því að fylgja þessum skrefum hefurðu lært hvernig þú getur hannað fyrirsögn sem vekur eftirtekt.