Hvað þýðir hugtakið hraðabestun?
Hraðabestun er orð sem við notum yfir það þegar við vinnum í að gera WordPress og WooCommerce vefsíður hraðari. Fyrst þarf að mæla og greina hraðann á vefnum til að átta sig á hvort hann sé „eðlilegur/ásættanlegur“ og þar erum við að tala um að vefir opnist á 2 sek eða hraðar, því hraða því betra.
Af hverju skiptir hraðinn á vefnum máli?
-
Mun hærra viðskiptahlutfall
Rannsóknir hafa sýnt fram á að hraði vefsvæðis hefur áhrif á viðskiptahlutfall. Fyrirtæki hafa komist að því að lækkun á hleðslutíma vefsíðu um nokkrar millisekúndur eykur viðskipti: Mobify komst að því að stytting hleðslutíma heimasíðu þeirra um 100 millisekúndur leiddi til 1,11% hækkunar á sölu. Söluaðilinn AutoAnything upplifði 12-13% söluaukningu eftir að hleðslutími blaðsins var minnkaður um helming. Þegar unnið er í WordPress vefsíðugerð, er til mikils að vinna að hafa hraðann eins mikinn og hægt er og sama gildir fyrir Netverslarnir eins og WooCoommerce.
-
Viðskiptavinir loka hægum vefsíðum strax
Hopphlutfall eða „Bounce rate“ er hlutfall notenda sem yfirgefa vefsíðu eftir að hafa skoðað aðeins eina síðu. Líklegt er að notendur loki glugganum eða smelli í burtu ef síða er ekki hlaðin innan nokkurra sekúndna. BBC uppgötvaði að þeir misstu 10% af heildarnotendum sínum fyrir hverja sekúndu til viðbótar sem það tók að hlaða síðunum sínum.
-
Google elskar hraða vefi
Vegna þess að Google hefur tilhneigingu til að forgangsraða fyrir notendur, hvaða upplýsingar eru góðar og fljótfengnar, er hraði mikilvægur þáttur í stöðu vefins í Google leitinni. Afköst vefsíðu í farsímum er sérstaklega mikilvæg fyrir Google og alment fyrir SEO/Leitarvéabestun.
-
Betri upplifun fyrir notendur!
Langur hleðslutími síðu og lélegur viðbragðstími skapar vonda notendaupplifun. Að bíða eftir því að efni birtist á vefsíðu pirrar alment notendur og getur valdið því að þeir yfirgefa vefsíðuna og komi ekkki aftur. Veittu gestum þínum og viðskiptavinum góða þjónustu og upplifun með hraðari vefsíðu og Netverslun!
Allra Átta hefur sérhæft sig í WordPress hraðabestun jafnt fyrir venjulega vefi sem og WooCommerce Netverslun.
Láttu okkur gera vefinn þinn MIKLU HRAÐARI ! – Með nýjustu tækni getum við nú gert vefinn þinn allt að 50% hraðari
> Pantaðu hér fría Hraðagreiningu á þínum vef !