Skip to main content

Hvernig virkar efnismarkaðssetning?

By maí 12, 2020Blogg

Efnismarkaðssetning

Leitarvélar eru ekki hrifnar af illa skrifuðum og óspennandi textum

Besta leiðin til að finnast í leitarvélum internetsins er efnismarkaðssetning (Content marketing). Þegar fólk leitar að vörum og þjónustu orkar það ekki að lesa langa texta, leiðingar vöruauglýsingar eða þurrar bloggfærslur. Þess vegna þarf að vera með fyrsta flokks efni sem leitarvélarnar skilja og vilja en leitarvélar eru ekki hrifnar af illa skrifuðum og óspennandi textum. Starfsfólk Allra Átta skilur hvað leitarvélar eins og Google vilja og það sem mikilvægara er, starfsfólk Allra Átta skilur hvað grípur athygli fólks á netinu og það vill lesa.

Sérfræðingar í efnismarkaðssetning

Textahöfundarnir okkar eru sérfræðingar í efnismarkaðssetningu, þeir eru fjölhæfir og geta brugðið sér í hvaða gervi sem er. Hvað sem þig eða þitt fyrirtæki þarfnast, við sjáum um það. Við getum líka tekið vefsíðuna þína algjörlega í gegn ef þess er óskað en vefsíðugerð, leitarvélabestun og WordPress vefhýsing er okkar kjarnastarfsemi. Við fylgjum vörumerkjahandbókum og „tone of voice“ leiðbeiningum fyrirtækja og gerum okkur allra besta til að aðstoða fyrirtæki að finna sinn tón og sína stemmingu.

Bjóðum upp á bloggáskrift

Hluti af efnismarkaðssetningu okkar er að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum að vera í bloggáskrift. Þá skrifum við mismunandi blogg sem eru mjög leitarvélavæn, eftir þinni hentisemi og þínum þörfum. Við getum einnig hjálpað til við birtingu færslna á vefnum, og aðstoðað við að finna viðeigandi ljósmyndir fyrir vefinn og eða útvegum ljósmyndara.

Það krefst vinnu að vera efst á Google

Algorithminn eða reiknisreglurnar sem eru á bakvið hverja leitarvél er stöðugt að taka breytingum. Það eru reikningsreglurnar sem skera út um það hvar þín vefsíða lendir í leitarvélinni. Yfirleitt er það hægara sagt en gert að vera í efst á Google ef það er mikil samkeppni á markaðnum. Því meira af gæðaefni sem tengist aðalleitarorðunum fyrirtækisins á síðunni þinni því betri líkur eru á að reikniritin sjái vefsíðuna þína og telji hana mikilvæga fyrir leitarorð og frasa en þannig birtist vefsvæðið þitt ofar á Google. Því minna sem er af vönduðu efni á síðunni því líklegra er að síðan þín endi neðarlega á Google, vegna þess að þá hafa reiknirit leitarvélanna ekki nægar upplýsingar til að fara eftir og gefa vefnum einkunn.

Mestu máli skiptir að skrifa texta fyrir fólk, ekki leitarvélar

Það er tímafrekt að búa til gæðaefni! Það tekur leitarvélarnar einnig tíma að gera sér grein fyrir því að efnið sé gott og þess vegna getur tekið smá tíma fyrir uppfærðar vefsíður að komast oftar á Google. Mestu máli skiptir að skrifa efni fyrir fólk en ekki leitarvélar. Ef að fólki finnst efnið þitt áhugavert og nytsamlegt þá mun leitarvélunum að öllum líkindum finnast það líka.

Hvað telst sem efni í þessu samhengi?

Efni í samhengi við efnismarkaðssetningu getur verið ýmislegt!

Til dæmis:

  • Blogg, gestablogg og almennir textar á vefsíðu,
  • leiðbeiningar, tölfræðiupplýsingar og skýrslur (jafnvel PDF),
  • upplýsinga- og útskýringarmyndir (e. infographic),
  • myndbönd, hlaðvörp, rafbækur og lifandi streymi,
  • svör við algengum spurningum (FAQ),
  • viðtöl og almennar fréttir af fyrirtækinu eða
  • skoðanakannanir og fréttabréf (email marketing)

Tengd þjónusta

Allra Átta býður upp fjölbreytta þjónustu sem tengist efnismarkaðssetningu

ÞÝÐINGAR:

Við hjá Allra Átta getum þýtt allskonar efni, t.d. markaðsefni og tæknitexta úr öllum helstu tungumálum heimsins. Hjá okkur starfa þýðendur með ólíkan bakgrunn og menntun sem geta þýtt texta og gert þá leitarvélavænni sem og boðið upp á almennar þýðingar.

PRÓFARKALESTUR:

Mikilvægur hluti af góðri efnismarkaðssetningu eru vandaðir textar og við leggjum mikla áherslu á nákvæman prófarkalestur og prófarkalesarinn gætir vel að samræmi textans. Prófarkalesarinn leiðréttir mál- og ritvillur og skerpir á óskýru orðalagi og gerir sitt besta við að betrumbæta stíl textans.

TEXTAGERÐ:

Lyklinn að góðri efnismarkaðssetningu er vel unnin texti og Allra Átta býður upp á þjónustu við textagerð á íslensku sem og öðrum tungumálum. Markmið textasmiða okkar er að skrifa hnitmiðaðan, auðlesin og aðgengilegan texta sem höfðar beint til markhópsins, oft með leitarvélabestun (SEO) í huga ef þess er óskað.