Rétt stærð ljósmynda bætir þitt ( SEO ) sem og hraðann á vefnum þínum!
Í dag skiptir hraði vefsvæða Google enn meira máli, hraðari vefir skora hærra í leitarvélabestun ( SEO ) sem og í notendaupplifun.
Leitarvélar raða stöðugt hröðum vefsíðum hærra. Þetta á einnig við um myndaleitina á Google. Stórar ljósmyndir auka heildarhleðslutíma síðunnar.
Það tekur lengri tíma að hlaða niður ljósmynd en texta, sem þýðir að síðan hleðst hægar ef það eru nokkrar stórar myndir sem þarf að hlaða niður.
Þú verður að ganga úr skugga um að myndir á síðunni þinni séu „Hraðabestaðar“ fyrir vefinn. Þetta getur verið svolítið erfitt að eiga við, þar sem það eru ekki allir sérfræðingar í grafík og myndvinnslu fyrir netið.
Allra Átta býður upp á fullkomið og sjálfvirkt „myndþjöppunarkerfi“ fyrir WordPress, sem gerir þér kleift að minnka skráarstærð sjálfkrafa meðan þú hleður upp mynd inn á vefinn þinn. ( Panta myndþjöppunarkerfi )
—–
Að bæta við „alt tag“ er ekki það eina sem þú getur gert til fyrir þínar ljósmyndir ( SEO )
Eftirfarandi eru nokkur ráð sem þú ættir að hafa í huga þegar myndum er bætt inn á vefsvæðið þitt:
1. Skrifaðu lýsandi „alt texta“
Margir byrjendur nota bara eitt eða tvö orð sem texta fyrir myndina. Þetta gerir myndina of almenna og erfiðara fyrir Google að meta gæðin.
Til dæmis, notaðu „kettlingar að leika við gula gúmmí önd“ í staðinn fyrir „kettlingar“.
2. Notaðu lýsandi skráarheiti fyrir myndirnar þínar
Í stað þess að vista myndirnar þínar sem DSC00434.jpeg þarftu að nefna þær rétt. Hugsaðu um lykilorðin sem notendur munu skrifa í leitinni til að finna þessa tilteknu mynd. Vertu nákvæmari og lýsandi í nöfnum á ljósmyndum.
Til dæmis, er rauð-timburhus.jpeg betri en bara hus.jpeg.
3. Veldu ljósmyndir í takt við innihald texta
Leitarvélar verða betri með hverjum deginum. Þær geta þekkt og flokkað myndir ágætlega. Þú þarft samt sem áður að búa til rétt samhengi fyrir myndirnar. Myndirnar þínar þurfa að hafa þýðingu fyrir heildarefni fréttarinnar eða a texta vefsíðunnar.
Okkar ráð, Það er einnig gagnlegt að setja myndina nálægt viðeigandi texta í greininni.
4. Vandaðu vinnubrögðin fyrir Leitarvélarnar ( SEO )
Þú verður einnig að fylgja almennum SEO leiðbeiningum fyrir vefsíðuna þína. Þetta bætir þitt skor í myndaleit á leitarvélum eins og Google.
5. Notaðu helst alltaf „original“ ljósmyndir
Það eru vissulega til margar „stock“ ljósmyndir á netinu sem þú getur notað ókeypis fyrir vefinn þinn. Vandamálið er bara að „Stock“ ljósmyndir eru notaðar af þúsundum vefsíðna.
Okkar ráð, Notaðu helst alltaf „original“ ljósmyndir, fáðu ljósmyndara til að mynda fyrir þig eða taktu mynd sjálf(ur) fyrir vefinn. Þannig verður hann Einstakur!
—-
Fáðu góðann ljósmyndara til að mynda fyrir þig!
Við vitum að flestir sem vinna við vefumsjón eru ekki menntaðir sem ljósmyndarar eða grafískir hönnuðir. Þess vegna mælum við með að þú fáir ljósmyndara til að hjálpa þér til að fá sem faglegast útlit á vefinn þinn.
Við vonum að þetta blogg hafi hjálpað þér að fræðast um hvernig þú getur skorað hærra á Google með góðum og vel unnum ljósmyndum fyrir vefsíðuna þína.