Grunnupplýsingar
Tengiliður: Unnar
Ferlið
Þarfagreining var gerð í upphafi, þar sem þarfir voru ræddar og komu þar að nokkrir starfsmenn 10-11 að borðinu. Unnar var okkar helsti tengiliður en hann hefur umsjón með tæknimálum 10-11. Hugmyndin var strax í byrjun að smíða einfalt viðmót en hafa virkni sem eru kort sem sýnir hvar verslanir 10-11 eru staðsettar á landinu.
Gagnvirkni
Kortavirknin var svo búin til og ofan á það, þá var tenging við Google Maps og sett lítil logo á kortið, en kortið er lifandi. Einnig tók Allra Átta að sér að búa til nýja staði og skrá þá á Google Maps, því þeir voru ekki skráðir. Þegar það var allt búið, þá virkuðu kortin flott og nú er hægt að sjá allar verslanir 10-11 á lifandi götukortum.
Vefumsjónarkerfi
Vefurinn var hannaður með einfalt viðmót í huga og auðvelt að nota á snjalltækjum. Þessi vefur er forritaður með WordPress vefumsjónarkerfi og er snjallvænn, þ.e. hann lagar sig að öllum helstu snjalltækjum. Eigendur 10-11 geta auðveldlega unnið í vefnum, uppfært texta og myndir og sett inn ný kort og nýja staði 10-11
Niðurstaðan
Vvefurinn fór í loftið og flestir sammála því að hann væri ljómandi góður og þarfir viðskiptavinar uppfylltar. Það er alltaf gaman að fá skemmtileg verkefni, sem eru pínu flókin og enda á góðri lausn sem virkar vel og fer jafnvel fram úr væntingum.
Þakklæti
Allra Átta þakkar 10-11 fyrir ánægjulegt samstarf í tenglsum voið smíði á þessum vef. Sérstakar þakkir fær hann Unnar sem er öðlingur mikill og frábært að vinna með honum. Við óskum 10-11 til hamingju með nýja vefinn.